Nokkuð merkilegt atvik átti sér stað í áströlsku útgáfunni af The Voice á dögunum þegar maður að nafni Chris Sebastian mætti og flutti lagið Jealous með Labrinth
Flutningur hans var algjörlega stórkostlegur og sneru dómararnir fljótlega sér við í blindu áheyrnaprufunni.
Einn dómarinn heitir aftur á móti Guy Sebastian sem er stórstjarna í Ástralíu og vann hann meðal annars fyrstu Idol keppnina þar í landi árið 2003. Chris og Guy eru bræður og kom það heldur betur á óvart þegar Guy sá bróðir sinn á sviðinu.
Hér að neðan má sjá atvikið.