„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 09:05 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. Mikhail Metzel/Getty Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira