Heilbrigðismál, græn uppbygging og jafnrétti áherslumál Norðurlandaþjóða í þróunarríkjum Heimsljós 4. júní 2020 16:24 Enduruppbygging þróunarríkja á dagskrá fundar norrænna ráðherra á fjarfundi í morgun. Norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar ræddu á fjarfundi í dag um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjunum þegar COVID-19 heimsfaraldrinum linnir. Ráðherrarnir voru sammála um að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðismál og styrkingu heilbrigðiskerfa, á græna og loftslagsvæna uppbygginu, og á varðveislu framfara í jafnrétti kynjanna, undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener.“ Ráðherrarnir ákváðu að Ísland leiði frekari málefnavinnu Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna, Svíþjóð leiði málefnavinnu vegna heilbrigðismála og Danmörk vegna grænnar og loftslagsvænnar uppbyggingar. Danmörk, fyrir hönd Norðurlandanna, er að skipuleggja hringborðsfund háttsettra fulltrúa, valinna Afríkuríkja, yfirmanna þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem málið varðar og Norðurlandanna um „Build Back Better and Greener“. Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn fyrir lok þessa mánaðar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra stjórnaði fundinum en ráðherrarnir hittust í fimmta sinn frá lokum marsmánaðar til að ræða sameiginleg viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Norðurlöndin hafa haft náið samráð um viðbrögð við faraldrinum, meðal annars vegna áhrifa hans á tvíhliða samstarfsríki Norðurlandanna í þróunarsamvinnu, sem eru í tilviki Íslands, Úganda og Malaví. Ráðherrarnir tóku fram að aðaláherslan í viðbrögðum ætti áfram að vera á þá ógn við heilbrigði sem í faraldrinum felst en benda jafnframt á að uppbygging í kjölfar faraldursins þurfi að byggjast á samstarfi og stuðningi við einkageirann, á sterku alþjóðasamstarfi, og á áherslu á mannréttindi, lýðræði og lög og reglu. Enn fremur að sérstakt tillit verði tekið til ungs fólks um aðgang að menntun, atvinnutækifærum og heilbrigðisþjónustu. Ráðherrarnir bentu á Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd á alþjóðavettvangi og hlustað sé á áherslur þeirra þegar þau tala einum rómi við alþjóðlegu þróunarbankana og stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin. Ráðherrarnir lýstu yfir eindregnum stuðningi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) en tóku jafnframt fram að nauðsynlegt væri þegar um hægist að skoða viðbrögð stofnunarinnar með gagnrýnum augum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent
Norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar ræddu á fjarfundi í dag um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjunum þegar COVID-19 heimsfaraldrinum linnir. Ráðherrarnir voru sammála um að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðismál og styrkingu heilbrigðiskerfa, á græna og loftslagsvæna uppbygginu, og á varðveislu framfara í jafnrétti kynjanna, undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener.“ Ráðherrarnir ákváðu að Ísland leiði frekari málefnavinnu Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna, Svíþjóð leiði málefnavinnu vegna heilbrigðismála og Danmörk vegna grænnar og loftslagsvænnar uppbyggingar. Danmörk, fyrir hönd Norðurlandanna, er að skipuleggja hringborðsfund háttsettra fulltrúa, valinna Afríkuríkja, yfirmanna þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem málið varðar og Norðurlandanna um „Build Back Better and Greener“. Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn fyrir lok þessa mánaðar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra stjórnaði fundinum en ráðherrarnir hittust í fimmta sinn frá lokum marsmánaðar til að ræða sameiginleg viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Norðurlöndin hafa haft náið samráð um viðbrögð við faraldrinum, meðal annars vegna áhrifa hans á tvíhliða samstarfsríki Norðurlandanna í þróunarsamvinnu, sem eru í tilviki Íslands, Úganda og Malaví. Ráðherrarnir tóku fram að aðaláherslan í viðbrögðum ætti áfram að vera á þá ógn við heilbrigði sem í faraldrinum felst en benda jafnframt á að uppbygging í kjölfar faraldursins þurfi að byggjast á samstarfi og stuðningi við einkageirann, á sterku alþjóðasamstarfi, og á áherslu á mannréttindi, lýðræði og lög og reglu. Enn fremur að sérstakt tillit verði tekið til ungs fólks um aðgang að menntun, atvinnutækifærum og heilbrigðisþjónustu. Ráðherrarnir bentu á Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd á alþjóðavettvangi og hlustað sé á áherslur þeirra þegar þau tala einum rómi við alþjóðlegu þróunarbankana og stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin. Ráðherrarnir lýstu yfir eindregnum stuðningi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) en tóku jafnframt fram að nauðsynlegt væri þegar um hægist að skoða viðbrögð stofnunarinnar með gagnrýnum augum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent