Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 09:03 Joe Exotic og Carole Baskin hafa lengi eldað grátt silfur saman. AP/Netflix Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskuðaði í þessum mánuði að félag í eigu Baskin skyldi eignast dýragarð sem áður var í eigu Exotic. Þar var að finna fjölda framandi dýra, en ber þar helst að nefna stór kattardýr á borð við ljón og tígrisdýr. Exotic vakti mikla athygli í heimildaþáttunum Tiger King, sem fjölluðu um rekstur dýragarðsins og deilur hans við Baskin. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að koma Baskin fyrir kattarnef. „Á meðan við viðurkennum að nú sé tími til að biðja fyrir fjölskyldu George Floyd og endi á kerfisbundnum kynþáttafordómum verðum við að beina sjónum okkar að svikum Carole Baskin áður en það þau hverfa úr umræðunni,“ skrifaði teymi hans á Twitter. While we again acknowledge it is truly time to pray for justice for George Floyd’s family as well as an end to systemic racism in America, we must address Carol Baskin’s treachery before it goes unchecked. Click for Joe’s official statement https://t.co/EUgXQJgnad pic.twitter.com/oIoLaMmP8G— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 Lengri yfirlýsingu er að finna á vefsíðu sem tileinkuð er baráttunni til að fá Tígrisdýrakonunginn frelsaðan. Þar segir að lögmannateymi Exotic, hvers raunverulega nafn er Joseph Maldonado-Passage, sé að vinna í að áfrýja máli hans. Á meðan vinnur almannatengslateymi hans að því að afla stuðningi almennings við málstaðinn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskuðaði í þessum mánuði að félag í eigu Baskin skyldi eignast dýragarð sem áður var í eigu Exotic. Þar var að finna fjölda framandi dýra, en ber þar helst að nefna stór kattardýr á borð við ljón og tígrisdýr. Exotic vakti mikla athygli í heimildaþáttunum Tiger King, sem fjölluðu um rekstur dýragarðsins og deilur hans við Baskin. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að koma Baskin fyrir kattarnef. „Á meðan við viðurkennum að nú sé tími til að biðja fyrir fjölskyldu George Floyd og endi á kerfisbundnum kynþáttafordómum verðum við að beina sjónum okkar að svikum Carole Baskin áður en það þau hverfa úr umræðunni,“ skrifaði teymi hans á Twitter. While we again acknowledge it is truly time to pray for justice for George Floyd’s family as well as an end to systemic racism in America, we must address Carol Baskin’s treachery before it goes unchecked. Click for Joe’s official statement https://t.co/EUgXQJgnad pic.twitter.com/oIoLaMmP8G— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 Lengri yfirlýsingu er að finna á vefsíðu sem tileinkuð er baráttunni til að fá Tígrisdýrakonunginn frelsaðan. Þar segir að lögmannateymi Exotic, hvers raunverulega nafn er Joseph Maldonado-Passage, sé að vinna í að áfrýja máli hans. Á meðan vinnur almannatengslateymi hans að því að afla stuðningi almennings við málstaðinn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira