Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 13:30 Harpa Þorsteinsdóttir í úrslitaleik bikarsins 2018 sem varð hennar síðasti leikur þvi hún meiddist illa á hné í honum. Vísir/Vilhelm Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira