Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 12:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér einu af 26 mörkum sínum fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Bára Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira