Fótbolti

Sara Björk og stöllur hennar með stórsigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum.
Sara Björk fagnar með liðsfélögum sínum. vísir/getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið fékk Frankfurt í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Snemma var ljóst í hvað stefndi því Alexandra Popp kom Wolfsburg í forystu strax á 4.mínútu. Fridolina Rolfö og Svenja Huth sáu til þess að Wolfsburg hefði þriggja marka forystu í leikhléi með mörkum seint í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik kom Ewa Pajor Wolfsburg í 4-0 áður en gestirnir náðu að minnka muninn. Svenja Huth bætti við sínu öðru marki seint í leiknum og gulltryggði öruggan 5-1 sigur Wolfsburg.

Sara Björk og stöllur hennar nú með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu en Bayern Munchen á einn leik til góða og því ljóst að Wolfsburg konur geta ekki farið að fagna titilinum alveg strax þó kraftaverk þurfi til að koma í veg fyrir að þær vinni deildina enn eitt árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×