Innlent

Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hópurinn kraftmikli
Hópurinn kraftmikli Vísir/Einar.

Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. Hún leggur í leiðangurinn ásamt hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar en þær ætla að láta gott af sér leiða í leiðinni.

Markmiðið með átaksverkefninu Lífskrafti er að safna áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Snjódrífurnar sem standa að verkefninu leggja af stað í 150 kílómetra langa göngu sína yfir Vatnajökul á morgun en fréttastofa náði tali af hluta hópsins áður en lagt var af stað úr bænum í dag.

Hópurinn samanstendur af ellefu konum en leiðangursstjórar eru engar aðrar en Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður.

Nánar er rætt við Sirrý í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×