Vantreysta lögreglunni og óttast hana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2020 13:38 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08
Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33