Lítið um hátíðarhöld í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 13:21 Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík í dag. Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira