Sport

„Sjáumst eftir fjóra mánuði þegar hann skiptir um skoðun“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor hefur þénað vel í UFC.
Conor McGregor hefur þénað vel í UFC. vísir/getty

Fyrr í dag tilkynnti Conor McGregor að hann væri hættur að berjast en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann segir að hann sé hættur. Aðdáendur sportsins eru ekki vissir um að hann sé hættur.

Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Írinn segir að hann sé hættur og stuðningsmenn hans og aðdáendur eru ekki vissir um að svo sé. Þeir hafi látið sína ljós í skoðun á Twitter.

Conor hafði ekki barist síðan í mars 2019 er hann afgreiddi Donald Cerrone á 40 sekúndum í janúar á þessu. Nú virðist hins vegar stuttbuxurnar vera komnar upp í hillu.

Fólk á Twitter er því ekki sammála. Einn skrifar að við sjáumst eftir fjóra mánuði því hann skipti um skoðun reglulega. Annar segir að það séu engar líkur á að hann sé hættur. Þetta sé einfaldlega auglýsing.

Brot af tístum um ákvörðun Conor má sjá hér að neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×