Katrín Tanja: Skammast mín ákaflega mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 07:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að gagnrýna forystu CrossFit samtakanna. Hér er mynd af Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram Tvöfaldi CrossFit heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur svo sannarlega staðið í fæturna í mikilvægu sendiherrahlutverki sínu fyrir CrossFit íþróttina á þessum óvissutímum í bandarísku þjóðfélagi. Katrín Tanja Davíðsdóttir tjáði sig um erfið mál á Instagram síðu sinni þegar flestir úr hennar sporti þögðu. Um leið voru líka margir ósáttir með að hvít, íslensk CrossFit kona væri að tjá sig um þetta hitamál í Bandaríkjunum. Katrin Tanja komst þó að flestra mati vel frá þessum pistli sínum og það sem var mikilvægast í hennar huga var að sitja ekki þögul hjá þegar réttindabarátta blökkumanna þurfti svo sannarlega stuðning frá áhrifavöldum eins og Katrínu Tönju. Katrín Tanja er með 1,8 milljónir fylgjendur á Instagram. Katrín Tanja var líka tilbúin að gagnrýna harðlega forystu CrossFit samtakanna eftir að framkvæmdastjórinn og stofnandinn Greg Glassman hneykslaði marga með rasísku svari sínu við Twitter-færslu Institute for Health Metrics and Evaluation. Institute for Health Metrics and Evaluation var þar að lýsa því yfir að raismi væri sannkallað heilbrigðisvandamál. Svar Greg Glassman var hins vegar ómerkilegt og virðingarlaust: „Það er FLOYD-19,“ svaraði Greg Glassman með vísun í kórónuveiruna COVID-19. Þetta fór ekki aðeins illa í mjög marga heldur var Katrín Tanja tilbúin að tjá sig um mál sem gæti vissulega haft áhrif á hennar framtíð innan CrossFit íþróttarinnar. „Ég skammast mín, er vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi síðustu daga hjá samtökum sem ég hef tileinkað mér, lagt svo mikið á mig fyrir og verið svo stolt af að keppa hjá,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég skrifa ekki undir svona. Þetta eru ekki forystuhæfileikar. Þetta er ekki gott mannlegt eðli,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram . A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 7, 2020 at 10:29am PDT Katrín Tanja hafði áður fylgt eftir fyrsta pistli sínum í síðustu viku með öðrum pistli um réttindabaráttu blökkumanna í heiminum. „Ég veit þetta ekki ... en ég vil ólm læra. Ég vil spyrja réttu spurninganna. Ég vil skilja þetta betur. Ég vil berjast fyrir því sem er rétt,“ byrjaði Katrín Tanja Davíðsdóttir þann pistil á Instagram síðu sinni. „Síðasta vika hefur verið mjög erfið og tilfinningaþrungin ... og það versta við það er af hverju núna?! Það er ekki eins og það yrði einhver óvænt breyting. Þetta hefur verið svona alla mína ævi og lengur en það. Eini munurinn er að nú er búið að draga þetta fram í ljósið og menn eru kallaðir til ábyrgðar,“ skrifaði Katrín Tanja. „Í fullri hreinskilni þá skammast ég mín ákaflega mikið fyrir þekkingarleysið mitt. Ég skammast mín af því ég sá aldrei kynþætti. Ég sá ekki vandamálið. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og tjáð mig fyrr. Ég skammast mín líka fyrir það að gera mér ekki grein fyrir að þetta mikla óréttlæti lifir enn góðu lífi í okkar heimi,“ skrifaði Katrín Tanja. „Það besta sem við getum gert í að breyta hlutunum er að byrja á okkur sjálfum. Opnum huga okkar. Opnum hjörtu okkar. Lærum. Fræðum okkur sjálf og setjum meiri kröfur á fjölskyldumeðlimi, vini okkar og kollega,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín Tanja Davíðsdóttir býður líka fram hjálp sína um að koma upplýsingum til skila um hvernig hún eða aðrir geta hjálpað. Hún endar síðan pistil sinn síðan á myllumerkinu „#BlackLivesMatter“ eða „líf svartra skipta máli“ sem eru einkunnarorð réttindabaráttu svartra í dag. View this post on Instagram I don t know. - .. but I want to learn. I want to ask the right questions. I want to understand more. I want to stand up for what is RIGHT. - This past week has been extremely tough & emotional .. and the worst part about that is WHY NOW?! It not like there was some sudden change that just happened, it has been this way my whole life & longer. The only difference: it s been brought to light & it s been called out. - In all honesty I am extremely embarrassed by my own ignorance. I am embarrassed that because I don t see race , I didn t see the problem. I am embarrassed that I didn t stand up & speak up sooner. And I am embarrassed that I was unaware of the extreme injustice that still to this day lives in our world. - The best way we can start making change is start with OURSELVES. Let s open our minds. Open our HEARTS. Let s LEARN. Let s educate ourselves & let s hold our family / friends / peers to to a higher standard. ???????? - PLEASE! DM me or comment below with how I & anyone can help, support & learn. I will do my best to deliver the message forward. // #BlackLivesMatter A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 5, 2020 at 8:24am PDT CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Tvöfaldi CrossFit heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur svo sannarlega staðið í fæturna í mikilvægu sendiherrahlutverki sínu fyrir CrossFit íþróttina á þessum óvissutímum í bandarísku þjóðfélagi. Katrín Tanja Davíðsdóttir tjáði sig um erfið mál á Instagram síðu sinni þegar flestir úr hennar sporti þögðu. Um leið voru líka margir ósáttir með að hvít, íslensk CrossFit kona væri að tjá sig um þetta hitamál í Bandaríkjunum. Katrin Tanja komst þó að flestra mati vel frá þessum pistli sínum og það sem var mikilvægast í hennar huga var að sitja ekki þögul hjá þegar réttindabarátta blökkumanna þurfti svo sannarlega stuðning frá áhrifavöldum eins og Katrínu Tönju. Katrín Tanja er með 1,8 milljónir fylgjendur á Instagram. Katrín Tanja var líka tilbúin að gagnrýna harðlega forystu CrossFit samtakanna eftir að framkvæmdastjórinn og stofnandinn Greg Glassman hneykslaði marga með rasísku svari sínu við Twitter-færslu Institute for Health Metrics and Evaluation. Institute for Health Metrics and Evaluation var þar að lýsa því yfir að raismi væri sannkallað heilbrigðisvandamál. Svar Greg Glassman var hins vegar ómerkilegt og virðingarlaust: „Það er FLOYD-19,“ svaraði Greg Glassman með vísun í kórónuveiruna COVID-19. Þetta fór ekki aðeins illa í mjög marga heldur var Katrín Tanja tilbúin að tjá sig um mál sem gæti vissulega haft áhrif á hennar framtíð innan CrossFit íþróttarinnar. „Ég skammast mín, er vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi síðustu daga hjá samtökum sem ég hef tileinkað mér, lagt svo mikið á mig fyrir og verið svo stolt af að keppa hjá,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég skrifa ekki undir svona. Þetta eru ekki forystuhæfileikar. Þetta er ekki gott mannlegt eðli,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram . A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 7, 2020 at 10:29am PDT Katrín Tanja hafði áður fylgt eftir fyrsta pistli sínum í síðustu viku með öðrum pistli um réttindabaráttu blökkumanna í heiminum. „Ég veit þetta ekki ... en ég vil ólm læra. Ég vil spyrja réttu spurninganna. Ég vil skilja þetta betur. Ég vil berjast fyrir því sem er rétt,“ byrjaði Katrín Tanja Davíðsdóttir þann pistil á Instagram síðu sinni. „Síðasta vika hefur verið mjög erfið og tilfinningaþrungin ... og það versta við það er af hverju núna?! Það er ekki eins og það yrði einhver óvænt breyting. Þetta hefur verið svona alla mína ævi og lengur en það. Eini munurinn er að nú er búið að draga þetta fram í ljósið og menn eru kallaðir til ábyrgðar,“ skrifaði Katrín Tanja. „Í fullri hreinskilni þá skammast ég mín ákaflega mikið fyrir þekkingarleysið mitt. Ég skammast mín af því ég sá aldrei kynþætti. Ég sá ekki vandamálið. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki staðið upp og tjáð mig fyrr. Ég skammast mín líka fyrir það að gera mér ekki grein fyrir að þetta mikla óréttlæti lifir enn góðu lífi í okkar heimi,“ skrifaði Katrín Tanja. „Það besta sem við getum gert í að breyta hlutunum er að byrja á okkur sjálfum. Opnum huga okkar. Opnum hjörtu okkar. Lærum. Fræðum okkur sjálf og setjum meiri kröfur á fjölskyldumeðlimi, vini okkar og kollega,“ skrifaði Katrín Tanja. Katrín Tanja Davíðsdóttir býður líka fram hjálp sína um að koma upplýsingum til skila um hvernig hún eða aðrir geta hjálpað. Hún endar síðan pistil sinn síðan á myllumerkinu „#BlackLivesMatter“ eða „líf svartra skipta máli“ sem eru einkunnarorð réttindabaráttu svartra í dag. View this post on Instagram I don t know. - .. but I want to learn. I want to ask the right questions. I want to understand more. I want to stand up for what is RIGHT. - This past week has been extremely tough & emotional .. and the worst part about that is WHY NOW?! It not like there was some sudden change that just happened, it has been this way my whole life & longer. The only difference: it s been brought to light & it s been called out. - In all honesty I am extremely embarrassed by my own ignorance. I am embarrassed that because I don t see race , I didn t see the problem. I am embarrassed that I didn t stand up & speak up sooner. And I am embarrassed that I was unaware of the extreme injustice that still to this day lives in our world. - The best way we can start making change is start with OURSELVES. Let s open our minds. Open our HEARTS. Let s LEARN. Let s educate ourselves & let s hold our family / friends / peers to to a higher standard. ???????? - PLEASE! DM me or comment below with how I & anyone can help, support & learn. I will do my best to deliver the message forward. // #BlackLivesMatter A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 5, 2020 at 8:24am PDT
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira