Starship nú í forgangi hjá SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 13:35 Starship er ætlað að flytja fólk til tungslins, mars og sömuleiðis til farþegaflutninga á jörðinni. SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins. Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Því geimfari er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sendi nýverið tölvupóst á starfsmenn fyrirtækisins og þar sem hann sagði að Starship væri nú í forgangi, fyrir utan þá vinnu sem kemur að því að koma geimförunum tveimur aftur til jarðarinnar. Hvatti hann starfsmenn til að verja tíma í Texas, þar sem verið er að byggja frumgerðir Starship, og jafnvel til að flytja þangað. Á laugardaginn var Crew Dragon geimfari sem ber nafnið Endaevour var skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX frá Flórída. Um borð voru geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken og eru þeir nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Auk þess að vera í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim var þetta í fyrsta sinn sem mönnum er skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 þegar geimskutlurnar voru teknar úr notkun. SpaceX hefur ekki gengið jafn vel með þróun Starship og hafa minnst fjórar frumgerðir sprungið í loft upp. Sú síðasta, sem sprakk þann 29. maí, var komin mun lengra í þróunarferlinu en fyrri frumgerðir. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Til marks um það er burðargeta Ariane 5 eldflauganna sem Airbus þróaði fyrir Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, rúm tuttugu tonn. Það á þó bara við þegar verið er að skjóta farmi á lága sporbraut. Til að koma farmi til tunglsins eða mars þarf mun meiri burðargetu. Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél. I stuttu máli sagt, þá vill Elon Musk, gera eldflaug að flugvél. Að það eina sem þurfi að gera á milli fluga sé að dæla eldsneyti á eldflaugarnar. Þessar „flugvélar“ eiga þó einnig að geta flutt fólk út í sólkerfið. Starfsmenn SpaceX munu væntanlega hafa mikið að gera næstu árin við þróun Starship og þá sérstaklega með tilliti til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur valið Starship sem eitt af þremur lendingarförum sem verið er að skoða varðandi það að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Lagt er upp með að nota eitt af þremur förum til að ferja geimfara frá geimstöð sem byggja á á braut um tunglið, sem heita á Lunar Gateway, til yfirborðs tunglsins.
Geimurinn Tækni SpaceX Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira