Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 23:00 Leikur Álftaness og Fram var meðal þeirra sem veðjað var á um helgina en þar fóru Framarar með sigur af hólmi. VÍSIR/HAG Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15