Enski boltinn

Man. United goð­sögn látin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tony Dunne átti flottan feril hjá Manchester United.
Tony Dunne átti flottan feril hjá Manchester United. vísir/getty

Manchester United goðsögnin, Tony Dunne, er látin 78 ára að aldri en vinstri bakvörðurinn lést á dögunum. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni.

Írinn spilaði með félaginu í þrettán ár, á árunum 1960 til 1973. Hann náði að spila 535 leiki fyrir félagið og vann hann ensku deildina í tvígang sem og enska bikarinn.

Hann var einnig í liði United sem vann Evrópukeppnina árið 1968 en United skrifaði sig á spjöld sögunnar með þeim sigri, þar sem þeir voru fyrsta enska liðið til að vinna þá keppni.

Þeir unnu Benfica 4-1 í úrslitaleiknum og á meðal leikmanna í liðinu, ásamt Tony, voru þeir George Best og Bobby Charlton. Stjórinn var hinn goðsagnakenndi Matt Busby.

Dunne spilaði 33 landsleiki fyrir Írland en hann lék með Bolton og Detroit Express eftir tíma sinn hjá United. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 1979 en einungis sjö leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir United en Dunne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×