Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 12:10 Nafn Guðmundar Franklíns verður að finna á kjörseðlinum 27. júní. Vísir/Arnar Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir. Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir.
Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira