Góð opnun í Þverá og Kjarrá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2020 15:16 Veiðin fer vel af stað í Þverá og Kjarrá Mynd/Sigurður Már Einarsson Veiði hefur farið vel af stað í Þverá og Kjarrá en gott vatn er í þeim báðum og stígandi í göngum sem veit á gott sumar. Það er alltaf gott að heyra góðar fréttir af laxveiðislóðum og fréttir frá Þverá og Kjarrá draga ekki úr eftirvæntingum eða spennu fyrir sumrinu. Samkvæmt okkar heimildum opnuðu báðar árnar með tólf laxa sem er mjög fín opnun ásamt því að laxar sáust nokkuð víða í ánum. Þverá og Kjarrá hafa um árabil verið með vinsælustu og gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðispekúlantar fylgjast vel með gangi mála þar. Á góðu ári eru árnar að skila saman 2.000 - 3.000 löxum en á mjög góðu ári fara þær vel yfir þá tölu. Af öðrum ám á vesturlandi er það að frétta að það virðist vera mjög fínn gangur í Norðurá og fyrstu laxarnir farnir að sjást bæði í Langá og Grímsá en það styttist í að þær opni. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði
Veiði hefur farið vel af stað í Þverá og Kjarrá en gott vatn er í þeim báðum og stígandi í göngum sem veit á gott sumar. Það er alltaf gott að heyra góðar fréttir af laxveiðislóðum og fréttir frá Þverá og Kjarrá draga ekki úr eftirvæntingum eða spennu fyrir sumrinu. Samkvæmt okkar heimildum opnuðu báðar árnar með tólf laxa sem er mjög fín opnun ásamt því að laxar sáust nokkuð víða í ánum. Þverá og Kjarrá hafa um árabil verið með vinsælustu og gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðispekúlantar fylgjast vel með gangi mála þar. Á góðu ári eru árnar að skila saman 2.000 - 3.000 löxum en á mjög góðu ári fara þær vel yfir þá tölu. Af öðrum ám á vesturlandi er það að frétta að það virðist vera mjög fínn gangur í Norðurá og fyrstu laxarnir farnir að sjást bæði í Langá og Grímsá en það styttist í að þær opni.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði