Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:47 Guðmundur Andri Thorsson hefur kallað eftir því að Bjarni Benediktsson komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira