Sport

Fékk myndarlegt boð um bardaga en sagði nei og hætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor á Grammy verðlaununum fyrr á árinu.
Conor á Grammy verðlaununum fyrr á árinu. vísir/getty

Conor McGregor er hættur í UFC. Þetta staðfesti hann um helgina en nú er spurning hvort að Írinn standi við stóru orðin. Dana White, forseti UFC, segir að hann hafi boðið honum myndarlegan bardaga áður en hann hætti.

Conor sagði í viðtalinu um helgina að honum finnist UFC ekki spennandi. Talið er að Conor hafi verið að bíða eftir því að fá að berjast aftur gegn Khabib Nurmagomedov eða UFC-goðsögninni Anderson Silva en svo verður ekki.

Dana White, forseti UFC, segir að hann hafi rætt við Conor um að hoppa í skarðið fyrir Khabib sem átti að berjast gegn Tony Ferguson á dögunum en komst ekki frá Rússlandi vegna kórónuveirunnar. Conor hafði lítinn áhuga á því.

„Conor hafði tækifæri á því að koma inn í UFC 249 en hann sagði að hann væri ekki vara bardagamaður. Ég er ekki að fara gera þetta, sagði hann,“ segir White í samtali við First Take.

Justin Gaethje sagði hins vegar já við að berjast við Tony og gerði sér lítið fyrir og hafði betur. Nú mun hann líklega berjast við Khabib síðar á árinu en stuttbuxurnar hjá Conor eru komnar upp í hillu, í bili að minnsta kosti.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×