Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:39 Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. Vísir/Vilhelm Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira