Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 14:51 Frá fundi dagsins. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira