Vilja reisa nýtt húsnæði Menntavísindasviðs innan fjögurra ára Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 15:32 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Aðsend Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira