Breyttir tímar á Eiðistorgi: Turninn sýnir réttan tíma Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 16:22 Hér sýndi klukkan á Eiðistorgi 23:45 þegar réttur tími var 17:45. Aðsend Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“ Seltjarnarnes Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“
Seltjarnarnes Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira