Matvælastofnun vekur athygli á innköllun á fæðubótarefninu Prótís Liðir frá framleiðandanum Prótís á Sauðárkróki vegna hráefnis sem ekki hefur verið veitt innflutningsleyfi frá stofnuninni.
Um er að ræða kínverskt sæbjúgnaduft en Prótís hefur hafið innköllun ásamt Parlogis sem sér um dreifingu vörunnar.
Innköllunin á við um 120 og 240 hylkja pakkningar af Prótís Liðum með lotunúmer LB-1620.
Vöruna hefur verið að finna í lyfjaverslunum og heilsuhillum verslana um allt land og eru 30.4.2023, 12.5.2023, 13.5.2023 og 14.5.2023 þær „best fyrir dagsetningar“ sem líta ber til.