Innlent

Þremur bjargað eftir að bát hvolfdi á Langa­vatni á Skaga

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið kom um klukkan 15:30.
Útkallið kom um klukkan 15:30. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um klukkan 15:30 eftir að skemmtibát með þrjá innanborðs hvolfdi á Langavatni á Skagaströnd. 

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að um klukkan fjögur hafi sjúkraflutningamenn og björgunarsveitamenn verið komnir að vatninu og búnir að finna fólkið sem sat ofan á bátnum.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að fólkið hafi verið í um klukkutíma á bátnum og verið kalt og hrakið. Það hafi þó farið til síns heima þegar búið var að koma því á þurrt.

Langavatn er merkt inn á kortið.map.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×