Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 21:40 Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega á stúlku sem þá var 14 ára gömul. Vísir/Vilhelm Gunnar Viðar Valdimarsson var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Þá er honum gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Samkvæmt dómnum var talið sannað að Gunnar hafi í tvígang farið með stúlkuna heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnari hafi þá verið kunnugt um aldur stúlkunnar en töluverður aldursmunur var á þeim. Málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018 og féll dómur þann 23. nóvember 2018 í málinu. Gunnar var þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi en dómurinn var þyngdur hjá Landsrétti. Gunnar var sakfelldur fyrir að hafa tvisvar sinnum á tímabilinu mars til maí árið 2016 farið með stúlkuna sem þá var 14 ára gömul heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnar neitaði sök en hann var 36 ára gamall þegar brotin voru framin. Þau áttu einnig í samskiptum sem fóru fram í gegn um samskiptamiðla á netinu. Gunnar hélt því fram að samskipti hans við stúlkuna hafi ekki verið af kynferðislegum toga, í mesta lagi daður. Hún hafi einu sinni komið inn á heimili hans til þess að fara á salernið. Stúlkan hefur haldið því staðfastlega fram að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst hefur verið hér og að Gunnar hafi vitað að hún væri 14 ára gömul. Hún hafi sagt honum það þegar þau hittust í fyrra skiptið. Rannsókn lögreglu hófst í maí 2016 og lauk í desember sama ár. Ákæra var ekki gefin út fyrr en í janúar 201 og dómur var kveðinn upp í héraðsdómi í nóvember 2018. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu í desember sama ár. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Gunnar Viðar Valdimarsson var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Þá er honum gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Samkvæmt dómnum var talið sannað að Gunnar hafi í tvígang farið með stúlkuna heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnari hafi þá verið kunnugt um aldur stúlkunnar en töluverður aldursmunur var á þeim. Málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018 og féll dómur þann 23. nóvember 2018 í málinu. Gunnar var þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi en dómurinn var þyngdur hjá Landsrétti. Gunnar var sakfelldur fyrir að hafa tvisvar sinnum á tímabilinu mars til maí árið 2016 farið með stúlkuna sem þá var 14 ára gömul heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnar neitaði sök en hann var 36 ára gamall þegar brotin voru framin. Þau áttu einnig í samskiptum sem fóru fram í gegn um samskiptamiðla á netinu. Gunnar hélt því fram að samskipti hans við stúlkuna hafi ekki verið af kynferðislegum toga, í mesta lagi daður. Hún hafi einu sinni komið inn á heimili hans til þess að fara á salernið. Stúlkan hefur haldið því staðfastlega fram að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst hefur verið hér og að Gunnar hafi vitað að hún væri 14 ára gömul. Hún hafi sagt honum það þegar þau hittust í fyrra skiptið. Rannsókn lögreglu hófst í maí 2016 og lauk í desember sama ár. Ákæra var ekki gefin út fyrr en í janúar 201 og dómur var kveðinn upp í héraðsdómi í nóvember 2018. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu í desember sama ár.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira