Veður

Spá þurru veðri um land allt á 17. júní

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort fyrir landið klukkan 14, eins og það leit út í morgun.
Spákort fyrir landið klukkan 14, eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga með vætu öðru hverju þegar úrkomubakkar ganga yfir úr vestri.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði hins vegar þurrt að mestu í dag og gæti sést til sólar öðru hverju.

„Á morgun og hinn verður þungbúnara og blautara, einkum S- og V-lands annað kvöld og á mánudag. Úrkomulítið og meinlaust veður á þriðjudag og útlit fyrir þurrt veður um allt land á 17. júní sem er ekki sjálfgefið eins og flestir vita.“

Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig að deginum þar sem hlýjast verður á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna V-lands.

Á mánudag: Sunnan 5-13 með rigningu, en styttir víða upp V-til fyrir hádegi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað oig smáskúrir, en bjart með köflum SA-lands. Hiti 8 til 13 stig.

Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): S-læg átt, 3-8, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 9 til 16 stig.

Á fimmtudag: Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, skýjað en úrkomulítið SA-lands, en bjart á N- og NA-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag: Útlit fyrir SA-lægri átt með lítilsháttar vætu, en bjart með köflum á N- og A-landi. Áfram milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×