Spá þurru veðri um land allt á 17. júní Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 07:20 Spákort fyrir landið klukkan 14, eins og það leit út í morgun. Veðurstofan Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga með vætu öðru hverju þegar úrkomubakkar ganga yfir úr vestri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði hins vegar þurrt að mestu í dag og gæti sést til sólar öðru hverju. „Á morgun og hinn verður þungbúnara og blautara, einkum S- og V-lands annað kvöld og á mánudag. Úrkomulítið og meinlaust veður á þriðjudag og útlit fyrir þurrt veður um allt land á 17. júní sem er ekki sjálfgefið eins og flestir vita.“ Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig að deginum þar sem hlýjast verður á Austurlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna V-lands. Á mánudag: Sunnan 5-13 með rigningu, en styttir víða upp V-til fyrir hádegi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað oig smáskúrir, en bjart með köflum SA-lands. Hiti 8 til 13 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): S-læg átt, 3-8, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 9 til 16 stig. Á fimmtudag: Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, skýjað en úrkomulítið SA-lands, en bjart á N- og NA-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á föstudag: Útlit fyrir SA-lægri átt með lítilsháttar vætu, en bjart með köflum á N- og A-landi. Áfram milt í veðri. 17. júní Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira
Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga með vætu öðru hverju þegar úrkomubakkar ganga yfir úr vestri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði hins vegar þurrt að mestu í dag og gæti sést til sólar öðru hverju. „Á morgun og hinn verður þungbúnara og blautara, einkum S- og V-lands annað kvöld og á mánudag. Úrkomulítið og meinlaust veður á þriðjudag og útlit fyrir þurrt veður um allt land á 17. júní sem er ekki sjálfgefið eins og flestir vita.“ Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig að deginum þar sem hlýjast verður á Austurlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 5-10 og dálítil væta V-lands, annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 17 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna V-lands. Á mánudag: Sunnan 5-13 með rigningu, en styttir víða upp V-til fyrir hádegi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-lands. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 3-10, skýjað oig smáskúrir, en bjart með köflum SA-lands. Hiti 8 til 13 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): S-læg átt, 3-8, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 9 til 16 stig. Á fimmtudag: Suðaustanátt með rigningu SV- og V-lands, skýjað en úrkomulítið SA-lands, en bjart á N- og NA-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á föstudag: Útlit fyrir SA-lægri átt með lítilsháttar vætu, en bjart með köflum á N- og A-landi. Áfram milt í veðri.
17. júní Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira