Veður

Allt að átta stiga frost

Árni Sæberg skrifar
Ansi kalt verður í dag.
Ansi kalt verður í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag verður rólegt í veðri og kalt víðast hvar en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Frost verður á bilinu núll til átta stig.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að norðvestan átta til þrettán metrar verði austanlands í dag en þar fari að lægja síðdegis. Annars verði hæg breytileg átt. Víða verði léttskýjað, en él norðvestantil. 

Frost núll til átta stig, en hiti kringum frostmark yfir hádaginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina seinnipartinn. Víða bjart veður, en þykknar upp suðaustanlands síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig yfir hádaginn, annars frost um mest allt land.

Á mánudag:

Norðaustan 5-15, hvassast við suðausturströndina. Bjart með köflum vestanlands, annars skýjað og dálítil rigning eða slydda suðaustantil. Hiti í kringum frostmark, en að 5 stigum syðst.

Á þriðjudag:

Austan- og norðaustanátt. Rigning með köflum syðra, en dálítil rigning eða snjókoma norðan heiða. Heldur hlýnandi.

Á miðvikudag:

Austlæg átt og rigning með köflum, einkum um landið austanvert. Hiti 1 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda með köflum norðanlands, en þurrt að kalla sunnantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðausturlandi.

Á föstudag:

Norðaustlæg átt og sums staðar dálítil væta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×