Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2024 07:10 Hiti verður á bilinu þrjú til átta stig í dag. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og að vindur nái sér ekki á strik og verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði lengst af rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti á bilinu þrjú til átta stig. Sums staðar verður snjókoma eða slydda norðantil framan af degi, en dálítil væta síðdegis og hlýnar þar einnig. „Snýst í norðan og norðvestan 10-18 á morgun, það bætir semsagt í vindinn og mestur verður hann væntanlega með norður- og austurströndinni. Á norðanverðu landinu má búast við snjókomu eða slyddu, sums staðar jafnvel talsverð ofankoma um tíma. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Lægðin sem veldur veðrinu á morgun hefur síðan fjarlægst annað kvöld. Þá verður víða þurrt á landinu og frystir, auk þess útlit fyrir að það hafi lægt vestantil. Á föstudag er síðan sunnan hvassviðri eða stormur í kortunum með rigningu og hlýnandi veðri. Það má því segja að það sé nokkuð rysjótt tíð hjá okkur um þessar mundir, eins og ekki er óalgengt á þessum árstíma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Víða þurrt og vægt frost á landinu um kvöldið og hægur vindur um landið vestanvert. Á föstudag: Suðaustan 15-25 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustantil á landinu. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig uppúr hádegi. Suðvestan 13-20 um kvöldið með skúrum sunnan- og vestanlands og kólnar heldur. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og kólnar seinnipartinn með éljum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Á sunnudag: Ákveðin norðvestanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 0 til 5 stig. Lægir allvíða um kvöldið með þurru veðri og herðir á frosti. Á mánudag: Sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Á þriðjudag: Suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á austanverðu landinu. Veður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði lengst af rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti á bilinu þrjú til átta stig. Sums staðar verður snjókoma eða slydda norðantil framan af degi, en dálítil væta síðdegis og hlýnar þar einnig. „Snýst í norðan og norðvestan 10-18 á morgun, það bætir semsagt í vindinn og mestur verður hann væntanlega með norður- og austurströndinni. Á norðanverðu landinu má búast við snjókomu eða slyddu, sums staðar jafnvel talsverð ofankoma um tíma. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Lægðin sem veldur veðrinu á morgun hefur síðan fjarlægst annað kvöld. Þá verður víða þurrt á landinu og frystir, auk þess útlit fyrir að það hafi lægt vestantil. Á föstudag er síðan sunnan hvassviðri eða stormur í kortunum með rigningu og hlýnandi veðri. Það má því segja að það sé nokkuð rysjótt tíð hjá okkur um þessar mundir, eins og ekki er óalgengt á þessum árstíma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Víða þurrt og vægt frost á landinu um kvöldið og hægur vindur um landið vestanvert. Á föstudag: Suðaustan 15-25 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustantil á landinu. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig uppúr hádegi. Suðvestan 13-20 um kvöldið með skúrum sunnan- og vestanlands og kólnar heldur. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og kólnar seinnipartinn með éljum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Á sunnudag: Ákveðin norðvestanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 0 til 5 stig. Lægir allvíða um kvöldið með þurru veðri og herðir á frosti. Á mánudag: Sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Á þriðjudag: Suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á austanverðu landinu.
Veður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira