Rupert Grint lýsir yfir stuðningi við trans fólk eftir ummæli J.K. Rowling Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 10:21 Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins. Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Leikarinnn Rupert Grint, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ron Weasley í Harry Potter-myndunum, segist styðja trans fólk í sinni baráttu og segir alla eiga skilið að lifa lífi sínu án fordóma. Yfirlýsing leikarans kemur eftir umdeild ummæli rithöfundarins J.K. Rowling, þar sem hún sagði trans konur ekki vera alvöru konur. Ummæli Rowling vöktu mikla reiði en hún lýsti því yfir á Twitter-síðu sinni að tilvist trans kvenna gerði lítið úr baráttu kvenna síðustu aldir. Með því að „þurrka út kyn“ væri á sama tíma verið að þurrka út möguleika fólks til þess að ræða sinn reynsluheim. Rowling hefur eytt miklu púðri í að útskýra fullyrðingar sínar á Twitter og svaraði meðal annars með langri bloggfærslu á síðu sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem rithöfundurinn er gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð trans fólks, en í desember á síðasta ári varði hún rannsóknarkonu sem missti starf sitt eftir að hafa gert lítið úr kynleiðréttingu trans fólks og sagði kyn vera raunverulega breytu sem mætti ekki líta fram hjá. Grint er ekki fyrsti leikarinn í hinum sívinsælu Harry Potter-myndum, sem byggðar eru á bókum Rowling, til þess að svara ummælum hennar á þennan veg. Bæði þau Emma Watson og Daniel Radcliffe sem fóru einnig með aðalhlutverk í myndunum hafa lýst yfir stuðningi við samfélag transfólks. „Trans konur eru konur. Trans menn eru menn. Við eigum öll rétt á því að lifa lífi fullt af ást og án fordóma,“ sagði leikarinn. Ummæli Rowling hafa dregið dilk á eftir sér en hún segist hafa byrjað að ræða þetta á samfélagsmiðlum til þess að deila upplifun sinni af kynbundnu ofbeldi. Þó hefur meðal annars skóli í Sussex hætt við að nefna hús eftir rithöfundinum vegna málsins.
Hollywood Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira