Gary Martin: Vitum hvað við erum góðir Ísak Hallmundarson skrifar 13. júní 2020 19:30 Gary Martin var í viðtali eftir leik Grindavíkur og ÍBV vísir/stöð 2 sport „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
„Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira