Innlent

Katrín og Sigmundur Davíð í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að stjórnmálaflokkarnir nái saman um nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili.Stöð 2/Arnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir opun landamæranna, Þorvald Gylfason og norræna hagfræðitímaritið, stjórnarskrána og fleira hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Hún hefur lagt áherslu á að samkomulag náist milli flokka á Alþingi um að koma að minnsta kosti breytingum á auðlindaákvæði stjórnarskrár í gegn á yfirstandandi kjörtímabili.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir borgarstjóra hafa tekist að gabba samgönguráðherra til að skrifa undir stefnu borgarmeirihlutans í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins næstu fimmtán árin og láta Sjálfstæðisflokkinn borga fyrir allt saman.Stöð 2/Arnar

Þá mætir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í seinni hluta þáttarins. En hann og aðrir þingmenn flokksins hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun opinbers hlutafélags um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin. Sigmundur telur að borgarstjóra hafi tekist að gabba samgöngu- og fjármálaráðherra til liðs við stefnu borgarinnar í samgöngumálum.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 og þátturinn í heild sinni verður birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×