Haukur Helgi fer í nýtt lið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 07:30 Haukur Helgi Pálsson til varnar gegn Galatasaray í janúar. VÍSIR/GETTY Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins. Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins.
Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00