Fengu neikvætt svar um skotvopnið níu dögum fyrir fréttamannafundinn Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 11:06 Rannsóknarhópurinn segir Stig Engström hafa verið banamaður Olof Palme. AP/Sænska lögreglan Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar. Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar.
Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00
Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59