Hollywoodfréttir: Glee-stjarna byrjuð að ofsækja fólk tólf ára gömul Heiðar Sumarliðason skrifar 17. júní 2020 12:50 Samantha Ware og Lea Michelle. Samantha Ware gefur ekki mikið fyrir Twitter-afsökunarbeiðni fyrrum mótleikkonu sinnar Leu Michele úr Glee-þáttunum. Við sögðum frá því í síðustu viku að Ware lét þessa fyrrum samstarfskonu sína fá það óþvegið, eftir að hún tísti til stuðnings Black Lives Matter-bylgjunni. Þar sakaði hin hörundsdökka Ware, mótleikkonu sína um að hafa gert líf sitt að lifandi helvíti á meðan þær léku saman í þáttunum. Ware sagði í viðtali við Variety að hún telji afsökunarbeiðni Michele staðfesta að hún hafi ekkert lært, með vísun í orðaval hennar, en í stað þess að játa misgjörðir sínar baðst hún afsökunar á því að fólk hafi upplifað hegðun hennar á neikvæðan hátt. Ware sagði: „Ef þú tístir #Blacklivesmatter áttu að skilja merkingu þess, en hún skilur hana augljóslega ekki.“ Hún heldur svo áfram, og veltir fyrir sér hvort Michele átti sig á hugtakinu öráreitni (microaggression) en það hefur mikið verið í umræðunni varðandi upplifun svartra Bandaríkjamanna af samfélagi sínu. Öráreitni er dulin og lúmsk mismunun eða fordómar sem beinast einna helst að jaðarsettum hópum. Enn fleiri hafa tjáð sig um hegðun Michele, en fyrrum barnastjarnan Elizabeth Aldrich, sem vann með henni á Broadway á tíunda áratugi síðustu aldar, sagði á Twitter: „Hún niðurlægði sviðsfólk og leikara í minni hlutverkum. Hún hótaði að láta reka fólk ef henni mislíkaði eitthvað. Ég grét vegna hennar á hverju kvöldi vegna þess hve illkvittin og stjórnsöm hún var. Hún var bara tólf ára, en ótrúlega óhugnanleg. Leikarar halda oftast kjafti yfir svona löguðu, en ég er ánægð með að hræðileg framkoma hennar hefur verið afhjúpuð.“ Höfundar Little Britain biðjast afsökunar Dæmi um notkun Little Britain á blackface. Höfundar og stjörnur Little Britain þáttanna, David Walliams og Matt Lucas, hafa beðist afsökunar á notkun sinni á black-face gervi í þáttunum. Þetta gera þeir í kjölfar þess að bæði BBC og Netflix hafa tekið þættina af streymisþjónustum sínum. Lucas hefur áður sagt þá sjá eftir því að hafa leikið persónur af öðrum kynþáttum og hefur nú ítrekað þau orð sín. Hann sagði í viðtali við Big Issue árið 2017: „Ég myndi ekki gera svona þátt í dag. Fólk yrði ekki ánægt með það. Við vorum töluvert grimmari í okkar gríni á þessum tíma. Samfélagið hefur þróast og mín eigin sjónarmið hafa breyst. Þetta var ekki illa meint hjá okkur. Við vildum bara sýna hvað við gætum leikið fjölbreytta flóru persóna.“ Fyrr á árinu bárust fréttir þess efnis að Walliams og Lucas ættu í viðræðum við Netflix um framleiðslu fleiri Little Britain-þátta. Ekki hefur komið í ljós hvort bakslag hafi komið í þær samningaviðræður. Enn fleiri seinkanir á kvikmyndum Frumsýningu Wonder Woman hefur verið seinkað enn frekar. Fleiri kvikmyndum hefur nú verið seinkað vegna Covid-veirunnar. Tom Hanks-myndinni BIOS, frá Universal, hefur nú verið seinkað til 16. apríl á næsta ári, en til stóð að frumsýna hana 22. október n.k. Önnur Tom Hanks mynd, Greyhound, átti að koma í kvikmyndahús 8. maí s.l. Sony Pictures ákváðu þó að seinka ekki útgáfu hennar, heldur seldu þeir hana til Apple TV+. Áskrifendur stöðvarinnar geta streymt henni frá og með 10. júlí. Wonder Woman 1984, sem til stóð að frumsýna 14. ágúst, hefur yfirtekið upprunalega útgáfudag BIOS, 22. október og kemur því í kvikmyndahús í haust. Útgáfu Godzilla vs. King Kong, hefur einnig verið seinkað. Til stóð að frumsýna hana yfir Þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, en því hefur verið breytt og kemur hún þess í stað út 22. maí á næsta ári. Nýja Matrix-myndin, sem átti að koma út 22. maí 2021, hefur nú fengið frumsýningardag, tæpu ári síðar, 1. apríl 2022. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart, þar sem tökur á myndinni stöðvuðust vegna Covid-19. Svona lítur frumsýningadagskráin út Mulan lætur vonandi til sín taka á hvíta tjaldinu í júlí. Stóru kvikmyndaverin eru í startholunum með nýjar kvikmyndir, en úrvalið í íslenskum kvikmyndahúsum stjórnast alfarið af því hvernig gengur að koma bandaríska bíóheiminum af stað. Hér er listi yfir fyrstu áætluðu frumsýningarnar í Bandaríkjunum, en gera má ráð fyrir að myndirnar komi í íslensk kvikmyndahús skömmu síðar. 17. júlí. The Broken Hearts Gallery. Rómantísk gamanmynd frá Sony, sem fjallar um konu sem býr til listsýningu úr minjagripum tengdum misheppnuðum ástarsamböndum. 24. júlí. Mulan. Leikin endurgerð á samnefndri Disney-teiknimynd, sem fjallar um unga konu sem dulbýr sig sem karlkyns stríðsmann til að bjarga föður sínum. 31. júlí. Tenet. Nýjasta kvikmynd Christophers Nolans fjallar um mann sem þarf að bjarga heiminum, en baráttan fer ekki fram í rauntíma. 7. ágúst. The Spongebob Movie - Sponge on the Run. Þriðja kvikmyndin um Spongebob, en nú lendir hann í ævintýrum í hinni týndu borg Atlantis. 21. ágúst. Antebellum. Hryllingsmynd um rithöfund sem festist í hrollvekjandi hliðarveruleika. 25. september. Candyman. Framhald að samnefndri hryllingsmynd frá árinu 1992, sem sýnd var Regnboganum. Ef þú segir nafnið hans þrisvar sinnum í spegil, þá birtist hann og drepur þig. Candyman, Candyman... 30 Rock snýr aftur til að kynna nýja þætti Krakkarnir úr 30 Rock snúa aftur til að kynna haustdagskrá NBC. NBC ætlar að brydda upp á því að láta persónur úr sjónvarpsþáttaröðinni 30 Rock kynna haustdagskrá sjónvarpsstöðvarinnar fyrir áhorfendum í klukkustundarlöngum þætti. Tina Fey, Alec Baldwin, Tracy Morgan, Jane Krakowski og Jack McBrayer snúa öll aftur sem persónur sínar úr gamanþáttaröðinni, sem NBC sýndi á árunum 2006 til 2013. NBC-sjónvarpsstöðin hefur að undanförnu litið töluvert um öxl og endurnýjað kynni áhorfenda við persónur gamalla þáttaraða. T.d. sneri Parks and Recreation nýlega aftur með einn nýjan þátt og Will and Grace komu aftur árið 2017, og voru heilar þrjár þáttaraðir framleiddar. Will and Grace hafði þá ekki verið í loftinu í rúm ellefu ár. NBC hefur þó kynnt haustdagskrána fyrir fjölmiðlum og áætlar að frumsýna nýja þætti af New Amsterdam, Brooklyn Nine-Nine, This is Us, Superstore, Blacklist, The Voice, Law and Order: Special Victims Unit, Manifest, sem og alla Chicago þættina, Med, Fire og PD. Aðeins verður ein glæný þáttaröð á dagskrá strax í haust, Law and Order: Organized Crime, en hún er þó ekki nýrri en það að Christopher Meloni túlkar þar persónu sína úr Law and Order: Special Victims Unit. Gone With the Wind mun snúa aftur á streymisveitur Vivien Leigh og Hattie McDaniel í hlutverkum sínum í Gone With the Wind. Streymisveitan nýja HBO-Max tók hina klassísku Gone With the Wind úr umferð á dögunum. Þetta var gert í kjölfar dauða George Floyds og Black Lives Matter-byltingarinnar. Nú hefur HBO sent frá sér tilkynningu þess efnis að myndin verði aftur fáanlega, en henni mun fylgja efni sem setur viðkvæmt innihald hennar í samhengi. Talsmaður HBO segir þau þó ætla að taka sér tíma í að framleiða efnið og stíga varlega til jarðar. Ástæðan fyrir þessu er framsetning myndarinnar á þrælahaldi í gömlu Suðurríkjunum, en þar er það sett fram í jákvæðu og sykurhúðuðu ljósi, sem á ekkert skylt við raunveruleika þræla. Í þessu myndbandi hér að neðan má sjá umræður um Gone With the Wind. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samantha Ware gefur ekki mikið fyrir Twitter-afsökunarbeiðni fyrrum mótleikkonu sinnar Leu Michele úr Glee-þáttunum. Við sögðum frá því í síðustu viku að Ware lét þessa fyrrum samstarfskonu sína fá það óþvegið, eftir að hún tísti til stuðnings Black Lives Matter-bylgjunni. Þar sakaði hin hörundsdökka Ware, mótleikkonu sína um að hafa gert líf sitt að lifandi helvíti á meðan þær léku saman í þáttunum. Ware sagði í viðtali við Variety að hún telji afsökunarbeiðni Michele staðfesta að hún hafi ekkert lært, með vísun í orðaval hennar, en í stað þess að játa misgjörðir sínar baðst hún afsökunar á því að fólk hafi upplifað hegðun hennar á neikvæðan hátt. Ware sagði: „Ef þú tístir #Blacklivesmatter áttu að skilja merkingu þess, en hún skilur hana augljóslega ekki.“ Hún heldur svo áfram, og veltir fyrir sér hvort Michele átti sig á hugtakinu öráreitni (microaggression) en það hefur mikið verið í umræðunni varðandi upplifun svartra Bandaríkjamanna af samfélagi sínu. Öráreitni er dulin og lúmsk mismunun eða fordómar sem beinast einna helst að jaðarsettum hópum. Enn fleiri hafa tjáð sig um hegðun Michele, en fyrrum barnastjarnan Elizabeth Aldrich, sem vann með henni á Broadway á tíunda áratugi síðustu aldar, sagði á Twitter: „Hún niðurlægði sviðsfólk og leikara í minni hlutverkum. Hún hótaði að láta reka fólk ef henni mislíkaði eitthvað. Ég grét vegna hennar á hverju kvöldi vegna þess hve illkvittin og stjórnsöm hún var. Hún var bara tólf ára, en ótrúlega óhugnanleg. Leikarar halda oftast kjafti yfir svona löguðu, en ég er ánægð með að hræðileg framkoma hennar hefur verið afhjúpuð.“ Höfundar Little Britain biðjast afsökunar Dæmi um notkun Little Britain á blackface. Höfundar og stjörnur Little Britain þáttanna, David Walliams og Matt Lucas, hafa beðist afsökunar á notkun sinni á black-face gervi í þáttunum. Þetta gera þeir í kjölfar þess að bæði BBC og Netflix hafa tekið þættina af streymisþjónustum sínum. Lucas hefur áður sagt þá sjá eftir því að hafa leikið persónur af öðrum kynþáttum og hefur nú ítrekað þau orð sín. Hann sagði í viðtali við Big Issue árið 2017: „Ég myndi ekki gera svona þátt í dag. Fólk yrði ekki ánægt með það. Við vorum töluvert grimmari í okkar gríni á þessum tíma. Samfélagið hefur þróast og mín eigin sjónarmið hafa breyst. Þetta var ekki illa meint hjá okkur. Við vildum bara sýna hvað við gætum leikið fjölbreytta flóru persóna.“ Fyrr á árinu bárust fréttir þess efnis að Walliams og Lucas ættu í viðræðum við Netflix um framleiðslu fleiri Little Britain-þátta. Ekki hefur komið í ljós hvort bakslag hafi komið í þær samningaviðræður. Enn fleiri seinkanir á kvikmyndum Frumsýningu Wonder Woman hefur verið seinkað enn frekar. Fleiri kvikmyndum hefur nú verið seinkað vegna Covid-veirunnar. Tom Hanks-myndinni BIOS, frá Universal, hefur nú verið seinkað til 16. apríl á næsta ári, en til stóð að frumsýna hana 22. október n.k. Önnur Tom Hanks mynd, Greyhound, átti að koma í kvikmyndahús 8. maí s.l. Sony Pictures ákváðu þó að seinka ekki útgáfu hennar, heldur seldu þeir hana til Apple TV+. Áskrifendur stöðvarinnar geta streymt henni frá og með 10. júlí. Wonder Woman 1984, sem til stóð að frumsýna 14. ágúst, hefur yfirtekið upprunalega útgáfudag BIOS, 22. október og kemur því í kvikmyndahús í haust. Útgáfu Godzilla vs. King Kong, hefur einnig verið seinkað. Til stóð að frumsýna hana yfir Þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, en því hefur verið breytt og kemur hún þess í stað út 22. maí á næsta ári. Nýja Matrix-myndin, sem átti að koma út 22. maí 2021, hefur nú fengið frumsýningardag, tæpu ári síðar, 1. apríl 2022. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart, þar sem tökur á myndinni stöðvuðust vegna Covid-19. Svona lítur frumsýningadagskráin út Mulan lætur vonandi til sín taka á hvíta tjaldinu í júlí. Stóru kvikmyndaverin eru í startholunum með nýjar kvikmyndir, en úrvalið í íslenskum kvikmyndahúsum stjórnast alfarið af því hvernig gengur að koma bandaríska bíóheiminum af stað. Hér er listi yfir fyrstu áætluðu frumsýningarnar í Bandaríkjunum, en gera má ráð fyrir að myndirnar komi í íslensk kvikmyndahús skömmu síðar. 17. júlí. The Broken Hearts Gallery. Rómantísk gamanmynd frá Sony, sem fjallar um konu sem býr til listsýningu úr minjagripum tengdum misheppnuðum ástarsamböndum. 24. júlí. Mulan. Leikin endurgerð á samnefndri Disney-teiknimynd, sem fjallar um unga konu sem dulbýr sig sem karlkyns stríðsmann til að bjarga föður sínum. 31. júlí. Tenet. Nýjasta kvikmynd Christophers Nolans fjallar um mann sem þarf að bjarga heiminum, en baráttan fer ekki fram í rauntíma. 7. ágúst. The Spongebob Movie - Sponge on the Run. Þriðja kvikmyndin um Spongebob, en nú lendir hann í ævintýrum í hinni týndu borg Atlantis. 21. ágúst. Antebellum. Hryllingsmynd um rithöfund sem festist í hrollvekjandi hliðarveruleika. 25. september. Candyman. Framhald að samnefndri hryllingsmynd frá árinu 1992, sem sýnd var Regnboganum. Ef þú segir nafnið hans þrisvar sinnum í spegil, þá birtist hann og drepur þig. Candyman, Candyman... 30 Rock snýr aftur til að kynna nýja þætti Krakkarnir úr 30 Rock snúa aftur til að kynna haustdagskrá NBC. NBC ætlar að brydda upp á því að láta persónur úr sjónvarpsþáttaröðinni 30 Rock kynna haustdagskrá sjónvarpsstöðvarinnar fyrir áhorfendum í klukkustundarlöngum þætti. Tina Fey, Alec Baldwin, Tracy Morgan, Jane Krakowski og Jack McBrayer snúa öll aftur sem persónur sínar úr gamanþáttaröðinni, sem NBC sýndi á árunum 2006 til 2013. NBC-sjónvarpsstöðin hefur að undanförnu litið töluvert um öxl og endurnýjað kynni áhorfenda við persónur gamalla þáttaraða. T.d. sneri Parks and Recreation nýlega aftur með einn nýjan þátt og Will and Grace komu aftur árið 2017, og voru heilar þrjár þáttaraðir framleiddar. Will and Grace hafði þá ekki verið í loftinu í rúm ellefu ár. NBC hefur þó kynnt haustdagskrána fyrir fjölmiðlum og áætlar að frumsýna nýja þætti af New Amsterdam, Brooklyn Nine-Nine, This is Us, Superstore, Blacklist, The Voice, Law and Order: Special Victims Unit, Manifest, sem og alla Chicago þættina, Med, Fire og PD. Aðeins verður ein glæný þáttaröð á dagskrá strax í haust, Law and Order: Organized Crime, en hún er þó ekki nýrri en það að Christopher Meloni túlkar þar persónu sína úr Law and Order: Special Victims Unit. Gone With the Wind mun snúa aftur á streymisveitur Vivien Leigh og Hattie McDaniel í hlutverkum sínum í Gone With the Wind. Streymisveitan nýja HBO-Max tók hina klassísku Gone With the Wind úr umferð á dögunum. Þetta var gert í kjölfar dauða George Floyds og Black Lives Matter-byltingarinnar. Nú hefur HBO sent frá sér tilkynningu þess efnis að myndin verði aftur fáanlega, en henni mun fylgja efni sem setur viðkvæmt innihald hennar í samhengi. Talsmaður HBO segir þau þó ætla að taka sér tíma í að framleiða efnið og stíga varlega til jarðar. Ástæðan fyrir þessu er framsetning myndarinnar á þrælahaldi í gömlu Suðurríkjunum, en þar er það sett fram í jákvæðu og sykurhúðuðu ljósi, sem á ekkert skylt við raunveruleika þræla. Í þessu myndbandi hér að neðan má sjá umræður um Gone With the Wind.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira