54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 187 smit hafa verið staðfest á eyjunum, það síðasta þann 22. apríl.
Síðan síðasta smit greindist hafa 4.732 sýni verið tekin og hafa þau öll reynst neikvæð. Flestir sem greindust með kórónuveiruna voru á þrítugsaldri og gekk vel að halda veirunni frá eldra fólki, en aðeins níu yfir sjötugt greindust með Covid-19.
Þegar mest var voru 102 virk smit á eyjunum en það var í lok mars. Þá hafa 11.002 sýni verið tekin, eða úr tæplega 21% þjóðarinnar.
Allir hafa náð bata í Færeyjum og liggur enginn á sjúkrahúsi vegna veirunnar sem stendur. Þá er enginn í sóttkví.