Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 15. júní 2020 20:01 Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira