Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2020 23:09 Flaggskip Grænlendinga siglir inn Viðeyjarsund síðdegis í fyrstu ferðinni til Íslands eftir að siglingsamstarf Royal Arctic Line og Eimskips hófst formlega, sem var 12. júní. Skipið kom frá Danmörku, hlaðið varningi til Íslands, en tekur jafnframt drjúgan farm í Reykjavík til að sigla með áfram til Nuuk. Stöð 2/KMU. Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58