Martin meiddist í leik með Alba Berlín | Vonar að meiðslin séu ekki of alvarleg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 14:45 Martin Hermannsson hefur átt frábært tímabil með Alba Berlín. Aitor Arrizabalaga/Getty Images Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið. Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Landsliðsmaðurnn Martin Hermannsson fór meiddur af velli eftir sex mínútna leik þegar lið hans Alba Berlín lagði Ludwigsburg með átta stiga mun, 97-89, í úrslitakeppninni í þýska körfuboltanum í gærkvöld. Þýski körfuboltinn – líkt og þýski fótboltinn – er farinn aftur af stað og Alba Berlín er á mikilli siglingu. Martin og liðsfélagar hans stefna á þýska meistaratitilinn og eftir sigur gærkvöldsins er liðið í góðri stöðu. Leikurinn var í raun úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Lið Martins vann alla fjóra leiki sína í riðlinum og mætir því Göttingen í 8-liða úrslitum en Göttingen endaði í fjórða sæti A-riðils. ALBA-Stats nach den vier Vorrundenspielen beim BBL Finalturnier 2020.Leaders:13,3 PPG @PeypeySiva3 & @landry_nnoko 9,0 RPG @LCSikma43 5,5 APG @PeypeySiva3 20,7 EFF @LCSikma43 12 3PM @PeypeySiva3 pic.twitter.com/Cflm0APSks— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 16, 2020 Martin varð fyrir hnjaski í gær og fór af velli snemma leiks. Hann stefnir á að vera með í leikjunum gegn Göttingen en þeir fara fram á fimmtudg og laugardag. Liðið sem hefur betur samanlagt í þeirri viðureign fer svo í undanúrslit. „Ég lenti beint á mjóbakinu, það er eins og ég sé með golfbolta innan í því. Mér fannst skynsamlegra að hætta en að halda áfram. Þetta ætti ekki að vera alvarlegt og ég fæ núna smá hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Martin í viðtali við Morgunblaðið. Áður en kórónufaraldurinn skall á og þýsku deildinni var frestað þá var lið Alba Berlín í fjórða sæti deildarinnar á meðan Göttingen var í því níunda. Martin er því nokkuð kokhraustur fyrir komandi viðureign. „Göttingen er fínt lið og mikil orka í leikmönnunum. En ef allt er eðlilegt eigum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þetta einvígi,“ sagði Martin að lokum í viðtalinu við Morgunblaðið.
Körfubolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35 Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00 Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 9. júní 2020 20:35
Martin hefur lokið leik í EuroLeague Keppni í tveimur stærstu Evrópukeppnunum hefur verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. 25. maí 2020 14:00
Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið Panathinikos? Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos. 21. maí 2020 21:30