Viðskipti innlent

Öllum sagt upp hjá Kristjánsbakaríi

Andri Eysteinsson skrifar
Tvö bakarí eru rekin undir merkjum Kristjánsbakarís á Akureyri.
Tvö bakarí eru rekin undir merkjum Kristjánsbakarís á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Öllu starfsfólki eins elsta iðnfyrirtækis landsins, Kristjánsbakaríi á Akureyri, hefur verið sagt upp störfum. Greint er frá þessu á mbl.is.

Tvö bakarí eru rekin undir merkjum Kristjánsbakarís á Akureyri en í samtali við Morgunblaðið sagði framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, rekstraraðila Kristjánsbakarís að uppsagnirnar væru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. 35 störfuðu hjá fyrirtækinu.

Tekjufall hafi orðið vegna kórónuveirufaraldursins og hafi það gert reksturinn mjög þungan. Áætlað sé að framleiðsla á vörum sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Kristjánsbakarís fari fram í Reykjavík.

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segist vonast eftir því að hægt verði að endurráða sem flesta starfsmenn eftir endurskipulagningu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×