„Tónn“ hjúkrunarfræðinga varðandi launahækkun sjúkraliða kom Bjarna á óvart Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 11:06 Fyrirspurnatími á Alþingi á Covid-19 tímum Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma nú í morgun varðandi kjaradeilur hjúkrunarfræðinga. Bjarni segir það alvarlegt ef verkfall verður að veruleika nú í lok mánaðar en það sé ekki skynsamlegur málflutningur að gefa í skyn að fallast eigi á allar kröfur hjúkrunarfræðinga. Logi gagnrýndi umræðuna í kringum kjaradeilurnar og sagði það skjóta skökku við að öll umræða sneri að skimun á landamærunum en ekki áhrif verkfallsins á hjúkrunarheimili, heilsugæslur og göngudeildir. Eftir veirufaraldurinn ætti mikilvægi þessara stétta að vera ljóst. Bjarni sagði samkomulag hafa náðst um mikilvægustu þættina í samningum hjúkrunarfræðinga við ríkið en launaliðurinn væri stærsta áskorunin. Það stæði í vegi fyrir því að samningar náðust. „Ég verð bara að spyrja: Hvaða málflutning er háttvirtur þingmaður með varðandi kjarasamninga almennt? Er það skoðun háttvirts þingmanns að það eigi bara alltaf að fallast á allar kröfur? Að það eigi bara, að þegar ekki nást samningar, að bæta í af ríkisins hálfu?“ spurði Bjarni og velti fyrir sér hvort Logi skildi heildarsamhengi kjarasamninga hins opinbera. Hann tók þó undir þó orð Loga að það væri mjög alvarlegt mál ef til verkfalls kæmi. Hjúkrunarfræðingar væru mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu en nú þegar hefði ríkið náð að semja við sjúkraliða, sem væri einnig fjölmenn og mikilvæg kvennastétt innan heilbrigðiskerfisins. Logi setti spurningamerki við það að öll umræða um fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga snerist um röskun á skimun við landamærin.Vísir/Vilhelm „Samningar tókust þar um að hækka launin, gera betur, laga vinnuumhverfið en okkur hefur ekki tekist að gera það í tilfelli hjúkrunarfræðinga,“ sagði Bjarni en bætti við að afstaða hjúkrunarfræðinga til þeirra samninga kæmu honum þó á óvart. „Ég verð að segja eitt í því sambandi; það hefur komið nokkuð á óvart vegna þess að við einmitt náðum samningum við sjúkraliða, að heyra af þeim tóni hjá hjúkrunarfræðingum að sjúkraliðarnir hafi með því hækkað aðeins of mikið og að bilið sé orðið of lítið. Það kemur mér á óvart vegna þess að ég hélt við hefðum samstöðu um það að lyfta mest undir með þeim sem hefðu minnst.“ Sagði málflutning Loga óboðlegan Logi spurði Bjarna þá hvort kæmi til greina að setja lög á hjúkrunarfræðinga til þess að afstýra verkfalli. Bjarni tók þá aftur til máls og sagði umræðu um kjör opinberra stétta vera dapurlega, menn væru að ná pólitísku höggi á stjórnvöld „með því að taka alltaf upp einhliða málstað þess sem er að semja við ríkið.“ Hann sagði málflutninginn jafnframt vera óábyrgan. „[Málflutningur] sem hefur í rauninni ekkert annað fram að færa í þessari umræðu en það eigi að fallast á allar kröfur hjúkrunarfræðinga til þess að samningar geti tekist. Svo megi það bara verða sem verða vill um forsendur allra annarra samninga og áhrifin út á við,“ sagði Bjarni. „Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur, á engan hátt. Það eru engar aðstæður hér í þingsal til þess að fara að tala um alla þá sem fjölbreyttu þætti undirliggjandi í kjarasamningagerð sem hér skipta máli. Launin skipta máli háttvirtur þingmaður.“ Kjaramál Heilbrigðismál Alþingi Verkföll 2020 Tengdar fréttir Vika í fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga Samninganefndirnar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. júní 2020 13:05 Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur. 9. júní 2020 17:39 Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma nú í morgun varðandi kjaradeilur hjúkrunarfræðinga. Bjarni segir það alvarlegt ef verkfall verður að veruleika nú í lok mánaðar en það sé ekki skynsamlegur málflutningur að gefa í skyn að fallast eigi á allar kröfur hjúkrunarfræðinga. Logi gagnrýndi umræðuna í kringum kjaradeilurnar og sagði það skjóta skökku við að öll umræða sneri að skimun á landamærunum en ekki áhrif verkfallsins á hjúkrunarheimili, heilsugæslur og göngudeildir. Eftir veirufaraldurinn ætti mikilvægi þessara stétta að vera ljóst. Bjarni sagði samkomulag hafa náðst um mikilvægustu þættina í samningum hjúkrunarfræðinga við ríkið en launaliðurinn væri stærsta áskorunin. Það stæði í vegi fyrir því að samningar náðust. „Ég verð bara að spyrja: Hvaða málflutning er háttvirtur þingmaður með varðandi kjarasamninga almennt? Er það skoðun háttvirts þingmanns að það eigi bara alltaf að fallast á allar kröfur? Að það eigi bara, að þegar ekki nást samningar, að bæta í af ríkisins hálfu?“ spurði Bjarni og velti fyrir sér hvort Logi skildi heildarsamhengi kjarasamninga hins opinbera. Hann tók þó undir þó orð Loga að það væri mjög alvarlegt mál ef til verkfalls kæmi. Hjúkrunarfræðingar væru mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu en nú þegar hefði ríkið náð að semja við sjúkraliða, sem væri einnig fjölmenn og mikilvæg kvennastétt innan heilbrigðiskerfisins. Logi setti spurningamerki við það að öll umræða um fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga snerist um röskun á skimun við landamærin.Vísir/Vilhelm „Samningar tókust þar um að hækka launin, gera betur, laga vinnuumhverfið en okkur hefur ekki tekist að gera það í tilfelli hjúkrunarfræðinga,“ sagði Bjarni en bætti við að afstaða hjúkrunarfræðinga til þeirra samninga kæmu honum þó á óvart. „Ég verð að segja eitt í því sambandi; það hefur komið nokkuð á óvart vegna þess að við einmitt náðum samningum við sjúkraliða, að heyra af þeim tóni hjá hjúkrunarfræðingum að sjúkraliðarnir hafi með því hækkað aðeins of mikið og að bilið sé orðið of lítið. Það kemur mér á óvart vegna þess að ég hélt við hefðum samstöðu um það að lyfta mest undir með þeim sem hefðu minnst.“ Sagði málflutning Loga óboðlegan Logi spurði Bjarna þá hvort kæmi til greina að setja lög á hjúkrunarfræðinga til þess að afstýra verkfalli. Bjarni tók þá aftur til máls og sagði umræðu um kjör opinberra stétta vera dapurlega, menn væru að ná pólitísku höggi á stjórnvöld „með því að taka alltaf upp einhliða málstað þess sem er að semja við ríkið.“ Hann sagði málflutninginn jafnframt vera óábyrgan. „[Málflutningur] sem hefur í rauninni ekkert annað fram að færa í þessari umræðu en það eigi að fallast á allar kröfur hjúkrunarfræðinga til þess að samningar geti tekist. Svo megi það bara verða sem verða vill um forsendur allra annarra samninga og áhrifin út á við,“ sagði Bjarni. „Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur, á engan hátt. Það eru engar aðstæður hér í þingsal til þess að fara að tala um alla þá sem fjölbreyttu þætti undirliggjandi í kjarasamningagerð sem hér skipta máli. Launin skipta máli háttvirtur þingmaður.“
Kjaramál Heilbrigðismál Alþingi Verkföll 2020 Tengdar fréttir Vika í fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga Samninganefndirnar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. júní 2020 13:05 Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur. 9. júní 2020 17:39 Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Vika í fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga Samninganefndirnar funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. júní 2020 13:05
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56
Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur. 9. júní 2020 17:39
Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. 8. júní 2020 15:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent