Færeyjar búa yfir ákveðinni dulúð, ósnertri náttúru og nánd við hafið og fjöllin.

Farþegaskipið Norræna siglir einu sinni í viku frá Seyðisfirði til Tórshavn í Færeyjum, en siglt er á fimmtudagsmorgnum og komið til Tórshavn aðfararnótt föstudags. Siglingin tekur rúmar 16 klukkustundir aðra leiðina. Siglt er svo frá Tórshavn á miðvikudagskvöldum og komið á fimmtudagsmorgni til Seyðisfjarðar.

Sumartilboð
Ferðaskrifstofa Smyril Line, býður nú upp á sumartilboð til Færeyja, þar sem viðskiptavinir geta fengið siglinguna til Færeyja með bílinn á hagstæðu verði. Sumartilboðin gilda núna í júní, júlí og ágúst og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem hefur lengi dreymt um að skoða Færeyjar í allri sinni dýrð.

Hluti af hringferð um Ísland
Þar sem Norræna siglir frá Seyðisfirði geta ferðalangar nýtt ferðina austur til að skoða Ísland og fara þá mögulega suðurleiðina á leiðinni í Norrænu og svo norðurleiðina á leiðinni heim. Íslendingar geta þá bætt Færeyjum við hringferðina í sumar.
Auk þess að bjóða upp á sumartilboð, þá býður Smyril Line einnig upp á Sumarpakka. Sumarpakkarnir innihalda siglinguna með farartækið, auk 6 nátta gistingu með morgunverði á Hótel Brandan í Tórshavn. Hótel Brandan er glænýtt 4 stjörnu umhverfisvænt hótel, sem býður upp á nálægð við miðbæinn og stórkostlegt útsýni. Hægt er að lesa frekar um Hótel Brandan hér.

Frábær aðstaða um borð
Að sigla með Norrænu er afar hentugur ferðamáti fyrir fjölskyldur og mikil þægindi falin í því að geta tekið farartækið með í fríið. Um borð má finna alla helstu þjónustu líkt og í skemmtiferðaskipum, veitingahús, barir, kafihús og verslun, bíósal, sundlaug og heita sjópotta svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldur geta notið sjóferðarinnar saman og tilfinningin að standa úti á dekki og stara út á sjóndeildarhringinn er mögnuð.

Sumarið er tíminn til að skoða nýja staði og heimsækja frændur okkar Íslendinga í Færeyjum.
Nánar má kynna sér ferðatilboð og frekari upplýsingar um Norrænu á vefsíðu Smyril Line á Íslandi.