Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2020 10:00 Frá Akureyrarflugvelli. Farþegar ganga frá borði úr vél Air Iceland Connect. Stöð 2/Skjáskot. Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02
Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06
Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15