Pepsi Max mörk kvenna: Klúður hjá Selfossi að fá á sig nákvæmlega eins mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 14:00 Alexandra Jóhannssdóttir fagnar hér seinna marki Blika á Selfossi í gær sem kom eftir að Alexandra mætti á nærstöngina í löngu innkasti Sveindísar Jane Jónsdóttur. Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna ræddu leik Selfossliðsins í fyrstu tveimur umferðunum í deildinni en liðið sem ætlaði sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn er hvorki búið að skora mark né fá stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Selfossliðið tapaði 1-0 á móti Fylki í 1. umferð og 2-0 á móti Breiðabliki í 2. umferð. „Mér fannst þær sterkari í fyrri hluta leiksins á móti Fylki og mér fannst sterkari í seinni hálfleik í þessum leik. Ég er ósammála Alfreð (Jóhannssyni þjálfara Selfoss) því mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára mælir með því að Alfreð Jóhannsson og leikmenn hans horfi innávið þegar kemur að leita að ástæðum fyrir því að liðið er enn stigalaust eftir tvær umferðir. „Í báðum þessum leikjum þá getur Selfoss kennt sér sjálft um þetta því öll þrjú mörkin sem þær eru búnar að fá á sig í fyrstu tveimur umferðum er bara klúður,“ sagði Bára. „Þarna er bara samskiptaleysi á milli varnarmanna. Af hverju skorar Breiðabliki nákvæmlega eins mark í seinni hálfleiknum og þær skoruðu í þeim fyrri? Þær eru búnar að sjá uppleggið,“ sagði Bára. „Bæði mörkin koma eftir langt innkast frá Sveindísi og bæði mörkin koma eftir hlaup frá Alexöndru sem flikkar boltanum. Af hverju tekur enginn ábyrgð á henni og dekkar hana. Þetta er alveg eins,“ sagði Bára. „Ástæðan fyrir því að ég set út á þetta tiltekna mark er að þær eru búnar að skora svona mark fyrr í leiknum. Þær vita hvað hún er að fara að geta og þær vita hvert hún er að fara að kasta. Kláriði mennina ykkar,“ sagði Bára. „Mér finnst þetta of dýrt fyrir þær að fá öll þrjú mörkin á sig vegna einhvers samskiptaleysis í varnarleiknum. Mér finnst þær búnar að vera með yfirhöndina á einhverjum tímapunkti í báðum leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Selfossliðið í tveimur fyrstu umferðunum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Pepsi Max mörk kvenna ræddu leik Selfossliðsins í fyrstu tveimur umferðunum í deildinni en liðið sem ætlaði sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn er hvorki búið að skora mark né fá stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Selfossliðið tapaði 1-0 á móti Fylki í 1. umferð og 2-0 á móti Breiðabliki í 2. umferð. „Mér fannst þær sterkari í fyrri hluta leiksins á móti Fylki og mér fannst sterkari í seinni hálfleik í þessum leik. Ég er ósammála Alfreð (Jóhannssyni þjálfara Selfoss) því mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára mælir með því að Alfreð Jóhannsson og leikmenn hans horfi innávið þegar kemur að leita að ástæðum fyrir því að liðið er enn stigalaust eftir tvær umferðir. „Í báðum þessum leikjum þá getur Selfoss kennt sér sjálft um þetta því öll þrjú mörkin sem þær eru búnar að fá á sig í fyrstu tveimur umferðum er bara klúður,“ sagði Bára. „Þarna er bara samskiptaleysi á milli varnarmanna. Af hverju skorar Breiðabliki nákvæmlega eins mark í seinni hálfleiknum og þær skoruðu í þeim fyrri? Þær eru búnar að sjá uppleggið,“ sagði Bára. „Bæði mörkin koma eftir langt innkast frá Sveindísi og bæði mörkin koma eftir hlaup frá Alexöndru sem flikkar boltanum. Af hverju tekur enginn ábyrgð á henni og dekkar hana. Þetta er alveg eins,“ sagði Bára. „Ástæðan fyrir því að ég set út á þetta tiltekna mark er að þær eru búnar að skora svona mark fyrr í leiknum. Þær vita hvað hún er að fara að geta og þær vita hvert hún er að fara að kasta. Kláriði mennina ykkar,“ sagði Bára. „Mér finnst þetta of dýrt fyrir þær að fá öll þrjú mörkin á sig vegna einhvers samskiptaleysis í varnarleiknum. Mér finnst þær búnar að vera með yfirhöndina á einhverjum tímapunkti í báðum leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Selfossliðið í tveimur fyrstu umferðunum
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira