Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grótta - Valur 0-3 | Stór dagur en alltof stórt svið fyrir Seltirninga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2020 18:40 Valsmenn sýndu yfirburði gegn Gróttu í dag. VÍSIR/HAG Valur vann 0-3 sigur á Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Haukur Páll Sigurðsson, Kaj Leó í Bartalsstovu og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Valsmanna sem fengu þar með sín fyrstu stig í sumar. Seltirningar eru enn án stiga og með markatöluna 0-6 eftir fyrstu tvær umferðirnar. Dagurinn var stór fyrir Gróttu, enda fyrsti heimaleikur liðsins í efstu deild. Líkt og gegn Breiðabliki í síðustu umferð virtist sviðið líka vera alltof stórt fyrir Seltirninga. Valsmenn tóku strax stjórnina og voru með öll völd á vellinum. Þeir sóttu mikið upp vinstri kantinn þar sem Færeyingarnir Magnus Egilsson og Kaj Leó voru öflugir. Á 17. mínútu tók Kaj Leó hornspyrnu frá hægri og sendi boltann á nærstöngina þar sem Haukur Páll kom aðvífandi og stangaði boltann í netið. Fjórum mínútum síðar fékk Aron Bjarnason dauðafæri eftir sendingu Kaj Leós en skaut yfir. Hann bætti upp fyrir klúðrið á 25. mínútu þegar hann fann Kaj Leó inni í vítateignum. Færeyingurinn fór vel með boltann og skoraði með hægri fótar skoti framhjá varnarlausum Hákoni Rafni Valdimarssyni í marki Gróttu. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valsmenn sóttu ekki af sama krafti og framan af en voru áfram með góða stjórn á leiknum. Birkir Már Sævarsson fékk gott færi í upphafi seinni hálfleiks eftir undirbúning Arons en hitti ekki markið. Á 62. mínútu skoraði Sigurður Egill þriðja mark Vals með frábæru skoti yfir Hákon eftir sendingu Einars Karls Ingvarssonar. Sá síðastnefndi var þá nýkominn inn á sem varamaður fyrir Hauk Pál sem fór meiddur af velli. Valsmenn voru nær því að bæta við mörkum en Grótta að minnka muninn síðasta hálftíma leiksins. Birkir Heimisson og Patrick Pedersen komust næst því að skora en þeir áttu báðir skot í stöng Gróttumarksins. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Valsmenn fóru af Nesinu þremur stigum ríkari. Seltirningar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrstu stigum og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins gæti sú bið orðið nokkuð löng. Af hverju vann Valur? Valsmenn tóku leikinn alvarlega og gáfu Seltirningum engin grið. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og heimamenn komust ekkert áleiðis. Gestirnir héldu boltanum vel og teygðu á vörn heimamanna. Eftir mörkin tvö snemma leiks var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Valsmenn hefðu getað skorað fleiri mörk en eitt í seinni hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Kaj Leó lék skínandi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hann fékk einnig góðan stuðning frá Magnusi Egilssyni. Aron var líflegur á hægri kantinum og Haukur Páll var öflugur meðan hans naut við. Fyrirliðinn spilar framar en síðustu ár enda með mjög varnarsinnaðan leikmann, Sebastian Hedlund, sér við hlið á miðjunni. Sigurður Egill lék líka miklu betur en gegn KR í 1. umferðinni og skoraði laglegt mark. Hvað gekk illa? Nánast allt hjá Gróttu. Valur var sterkari á öllum sviðum og Grótta átti engin svör. Miðað við fyrstu tvo leikina eiga Seltirningar lítið erindi í deild þeirra bestu. Gróttu átti í miklum vandræðum með að verjast kantspili Vals og Ástbjörn Þórðarson átti sérstaklega í miklum vandræðum með Kaj Leó. Hann fékk auk þess takmarkaða hjálp frá samherjum sínum. Þá var Pétur Theodór Árnason afar einmana í fremstu víglínu hjá Gróttu, fékk engan stuðning og engar fyrirgjafir til að vinna úr. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á þriðjudaginn. Grótta fær Hött/Hugin í heimsókn á meðan Val sækir SR heim. Sunnudaginn 28. júní mætir Valur HK í Kórnum í næsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni. Degi síðar mætir Grótta Fylki í Árbænum. Ágúst: Vorum einu númeri of litlir Strákarnir hans Ágústs áttu afar erfitt uppdráttar gegn Val.vísir/bára Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Valur hefði verið sterkari aðilinn í leik liðanna í dag. „Við fengum frábæran stuðning og þetta var okkar dagur, fyrsti heimaleikurinn í efstu deild. En við vorum einu númeri of litlir í baráttu við öflugt Valslið,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þetta var sanngjarn sigur hjá Val. Við lögðum allt í þetta en vorum ekki nógu góðir.“ Ágúst sagði að sínir menn hefðu ekki verið nógu ákveðnir og orðið undir í baráttunni gegn Valsmönnum. „Við vorum ekki nógu grimmir á boltann um allan völl. Lið eins og Valur refsar og þeir gerðu það vel. Þeir fengu óþarflega langan tíma með boltann og það var erfitt að eiga við þá,“ sagði Ágúst. „Ég hefði viljað að við hefðum verið aðeins grimmari í leiknum og unnið annan boltann oftar í kringum miðjusvæðið.“ Grótta hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í efstu deild með markatölunni 0-6 og í raun ekki séð til sólar, hvorki gegn Breiðabliki né Val. En er brekkan fyrir nýliðana af Nesinu brattari en Ágúst bjóst við? „Já, kannski. En Breiðablik og Valur eru mjög erfiðir andstæðingar sem er báðum spáð toppbaráttu. Við förum í alla leiki til að fá eitthvað út úr þeim og við þurfum bara að halda áfram. Það eru bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir,“ sagði þjálfarinn að lokum. Heimir: Ákveðum að pressa strax Heimir ásamt aðstoðarmanni sínum, Srdjan Tufegdzic.vísir/sigurjón „Við vissum það að þetta var fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild og mikill spenningur í kringum það. Við ákváðum að pressa strax á þá og það gekk vel. Það var fínt að fá þessi mörk snemma og það létti á þessu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Gróttu í dag. Valsmenn nýttu breidd vallarins vel og Seltirningar þurftu að verjast á mjög stóru svæði sem þeir réðu illa við. Færeyingarnir Magnus Egilsson og Kaj Leó í Bartalsstovu voru sérstaklega góðir á vinstri kantinum. „Þeir hafa staðið sig mjög vel, gerðu það gegn KR og líka núna. Þetta var góður sigur en margt sem við þurfum að laga,“ sagði Heimir. „Ég hefði viljað sjá okkur skipta boltanum betur á milli og taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Það voru möguleikar til að skora fleiri mörk og við áttum að nýta þá.“ Heimir kveðst ánægður með að vera kominn á blað eftir tapið fyrir KR í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Jú, algjörlega. Grótta á heiður skilinn og Gústi er með mjög skipulagt lið og flottir strákar. Þegar líður á eiga þeir eftir að ná í stig,“ sagði Heimir að endingu. Pepsi Max-deild karla Grótta Valur
Valur vann 0-3 sigur á Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Haukur Páll Sigurðsson, Kaj Leó í Bartalsstovu og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Valsmanna sem fengu þar með sín fyrstu stig í sumar. Seltirningar eru enn án stiga og með markatöluna 0-6 eftir fyrstu tvær umferðirnar. Dagurinn var stór fyrir Gróttu, enda fyrsti heimaleikur liðsins í efstu deild. Líkt og gegn Breiðabliki í síðustu umferð virtist sviðið líka vera alltof stórt fyrir Seltirninga. Valsmenn tóku strax stjórnina og voru með öll völd á vellinum. Þeir sóttu mikið upp vinstri kantinn þar sem Færeyingarnir Magnus Egilsson og Kaj Leó voru öflugir. Á 17. mínútu tók Kaj Leó hornspyrnu frá hægri og sendi boltann á nærstöngina þar sem Haukur Páll kom aðvífandi og stangaði boltann í netið. Fjórum mínútum síðar fékk Aron Bjarnason dauðafæri eftir sendingu Kaj Leós en skaut yfir. Hann bætti upp fyrir klúðrið á 25. mínútu þegar hann fann Kaj Leó inni í vítateignum. Færeyingurinn fór vel með boltann og skoraði með hægri fótar skoti framhjá varnarlausum Hákoni Rafni Valdimarssyni í marki Gróttu. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valsmenn sóttu ekki af sama krafti og framan af en voru áfram með góða stjórn á leiknum. Birkir Már Sævarsson fékk gott færi í upphafi seinni hálfleiks eftir undirbúning Arons en hitti ekki markið. Á 62. mínútu skoraði Sigurður Egill þriðja mark Vals með frábæru skoti yfir Hákon eftir sendingu Einars Karls Ingvarssonar. Sá síðastnefndi var þá nýkominn inn á sem varamaður fyrir Hauk Pál sem fór meiddur af velli. Valsmenn voru nær því að bæta við mörkum en Grótta að minnka muninn síðasta hálftíma leiksins. Birkir Heimisson og Patrick Pedersen komust næst því að skora en þeir áttu báðir skot í stöng Gróttumarksins. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Valsmenn fóru af Nesinu þremur stigum ríkari. Seltirningar bíða hins vegar enn eftir sínum fyrstu stigum og miðað við frammistöðuna í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins gæti sú bið orðið nokkuð löng. Af hverju vann Valur? Valsmenn tóku leikinn alvarlega og gáfu Seltirningum engin grið. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og heimamenn komust ekkert áleiðis. Gestirnir héldu boltanum vel og teygðu á vörn heimamanna. Eftir mörkin tvö snemma leiks var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Valsmenn hefðu getað skorað fleiri mörk en eitt í seinni hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Kaj Leó lék skínandi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hann fékk einnig góðan stuðning frá Magnusi Egilssyni. Aron var líflegur á hægri kantinum og Haukur Páll var öflugur meðan hans naut við. Fyrirliðinn spilar framar en síðustu ár enda með mjög varnarsinnaðan leikmann, Sebastian Hedlund, sér við hlið á miðjunni. Sigurður Egill lék líka miklu betur en gegn KR í 1. umferðinni og skoraði laglegt mark. Hvað gekk illa? Nánast allt hjá Gróttu. Valur var sterkari á öllum sviðum og Grótta átti engin svör. Miðað við fyrstu tvo leikina eiga Seltirningar lítið erindi í deild þeirra bestu. Gróttu átti í miklum vandræðum með að verjast kantspili Vals og Ástbjörn Þórðarson átti sérstaklega í miklum vandræðum með Kaj Leó. Hann fékk auk þess takmarkaða hjálp frá samherjum sínum. Þá var Pétur Theodór Árnason afar einmana í fremstu víglínu hjá Gróttu, fékk engan stuðning og engar fyrirgjafir til að vinna úr. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á þriðjudaginn. Grótta fær Hött/Hugin í heimsókn á meðan Val sækir SR heim. Sunnudaginn 28. júní mætir Valur HK í Kórnum í næsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni. Degi síðar mætir Grótta Fylki í Árbænum. Ágúst: Vorum einu númeri of litlir Strákarnir hans Ágústs áttu afar erfitt uppdráttar gegn Val.vísir/bára Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Valur hefði verið sterkari aðilinn í leik liðanna í dag. „Við fengum frábæran stuðning og þetta var okkar dagur, fyrsti heimaleikurinn í efstu deild. En við vorum einu númeri of litlir í baráttu við öflugt Valslið,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þetta var sanngjarn sigur hjá Val. Við lögðum allt í þetta en vorum ekki nógu góðir.“ Ágúst sagði að sínir menn hefðu ekki verið nógu ákveðnir og orðið undir í baráttunni gegn Valsmönnum. „Við vorum ekki nógu grimmir á boltann um allan völl. Lið eins og Valur refsar og þeir gerðu það vel. Þeir fengu óþarflega langan tíma með boltann og það var erfitt að eiga við þá,“ sagði Ágúst. „Ég hefði viljað að við hefðum verið aðeins grimmari í leiknum og unnið annan boltann oftar í kringum miðjusvæðið.“ Grótta hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í efstu deild með markatölunni 0-6 og í raun ekki séð til sólar, hvorki gegn Breiðabliki né Val. En er brekkan fyrir nýliðana af Nesinu brattari en Ágúst bjóst við? „Já, kannski. En Breiðablik og Valur eru mjög erfiðir andstæðingar sem er báðum spáð toppbaráttu. Við förum í alla leiki til að fá eitthvað út úr þeim og við þurfum bara að halda áfram. Það eru bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir,“ sagði þjálfarinn að lokum. Heimir: Ákveðum að pressa strax Heimir ásamt aðstoðarmanni sínum, Srdjan Tufegdzic.vísir/sigurjón „Við vissum það að þetta var fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild og mikill spenningur í kringum það. Við ákváðum að pressa strax á þá og það gekk vel. Það var fínt að fá þessi mörk snemma og það létti á þessu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Gróttu í dag. Valsmenn nýttu breidd vallarins vel og Seltirningar þurftu að verjast á mjög stóru svæði sem þeir réðu illa við. Færeyingarnir Magnus Egilsson og Kaj Leó í Bartalsstovu voru sérstaklega góðir á vinstri kantinum. „Þeir hafa staðið sig mjög vel, gerðu það gegn KR og líka núna. Þetta var góður sigur en margt sem við þurfum að laga,“ sagði Heimir. „Ég hefði viljað sjá okkur skipta boltanum betur á milli og taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Það voru möguleikar til að skora fleiri mörk og við áttum að nýta þá.“ Heimir kveðst ánægður með að vera kominn á blað eftir tapið fyrir KR í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. „Jú, algjörlega. Grótta á heiður skilinn og Gústi er með mjög skipulagt lið og flottir strákar. Þegar líður á eiga þeir eftir að ná í stig,“ sagði Heimir að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti