Föstudagsplaylisti Markúsar Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. júní 2020 15:10 Markús á tónleikum á nýja Café Rósenberg í gærkvöldi. Alda Rose Cartwright Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Markús Bjarnason sem eitt sinn spilaði með hljómsveitina The Diversion Sessions á bak við sig hefur undanfarið komið fram undir eiginnafni sínu einu og sér. Í lok síðasta árs kom út stuttskífan Counting Sad Songs sem var tekin upp á segulband í Stúdíó Sílói á Stöðvarfirði. Hann hefur einnig verið í hljómsveitunum Skátum, Sofandi og Stroff, svo einhver dæmi séu nefnd. Indíbragur hefur iðulega verið á tónlistinni sem Markús kemur að og föstudagslagalistinn sem hann setti saman ber þess merki. Listann kallar Markús „Leika sér á sumrin“ og lýsir hann hverju skrefi hans á eftirfarandi máta: Óútskýranlegt töfrandi stuðgroove bjöguð ást og lífsins sálarkreppa geðheilsubjargandi melankolíu seiður íslenskt endofðeworldsamtbaraumsætastelpulag repeat! Markús segir listann einkennast af nostalgíu. „Alveg frá barnæsku, þegar ég hlustaði á Killing an Arab með The Cure á vitlausum hraða í vinylgræjum foreldra minna. Mér finnst það lag ennþá betra spilað of hratt!“ Hann minnist sérstaklega á lögin á listanum sem eru ný, Not með Big Thief og Sætar stelpur með Skoffíni. Big Thief segir Markús vera uppáhalds hljómsveitina sína. „Ég hef aldrei ferðast til útlanda bara til að fara á tónleika, en núna átti ég miða til að sjá þau spila í Kaupmannahöfn en þurfti að hætta við útaf faraldrinum.“ Skoffín segir hann vera nýja uppáhalds íslenska bandið sitt. „Tryllt live, geggjaðir textar, geggjuð orka og einhver undarlegur bræðingur af íslensku indírokkpönki með amerískum seventís rokkabillýáhrifum sem hittir mig í hausinn og hjartað frekar auðveldlega.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira