Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 18:21 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og boðað til verkfalls ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Boðað var til samningafundar klukkan tíu í morgun og átti hann að standa til klukkan tólf. Fundurinn stóð þó lengur en áætlað var og lauk honum á fimmta tímanum án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars fundar í deilunni á morgun og hefst hann klukkan hálf tíu. Í samtali við fréttastofu sagði ríkissáttasemjari að staðan væri snúin. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni komi til verkfalls. Erfiður vetur sé að baki þar sem hjúkrunarfræðingar voru hryggjarstykkið í starfssemi heilbrigðiskerfisins. Staðan sem nú er uppi sé því afleidd og leggur hann áherslu á að samningar náist. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur einnig þungar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli. Komi til verkfalls verður einungis hægt að veita bráðnauðsynlega þjónustu. Almenn símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga mun að öllum líkindum falla niður auk netspjalls. Ungbarnavernd og heilsuvernd aldraða raskast verulega auk þess sem heimahjúkrun verði unnin eftir neyðaráætlun. 179 hjúkrunarfræðingar eru á launaskrá hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mismunandi stöðuhlutföllum. 27 störf hjúkrunarfræðinga eru á öryggislista og sinna þeir bráðnauðsynlegum störfum í verkfalli. 15 ríkisreknar heilsugæslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu og verður því um einn hjúkrunarfræðingur á hverri vakt verði af verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17
Taka daginn frá undir viðræðurnar Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskar hjúkrunarfræðinga koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10. 19. júní 2020 09:59