Sleppur við að reyta arfa í Hveragerði í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2020 20:26 Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn. Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Hann þarf ekki að reyta arfa í Hveragerði sumar, ekki að kantskera, ekki að stinga upp njóla og ekki að sópa gangstéttar. Hér eru við að tala um Pétur Nóa Stefánsson, 16 ára Hvergerðing sem ætlar að spila á launum á orgel og píanó í sumar í Hveragerðiskirkju fyrir gesti og gangandi í stað þess að vera í unglingavinnunni. Pétur Nói hefur verið að æfa sig síðustu daga og vikur í kirkjunni á orgelið og píanóið en hann er mjög efnilegur hljóðfæraleikari enda búin að vera að læra á píanói frá því að hann var í fyrsta bekk. Sumarvinnan hans verður ekki með krökkunum í bæjarvinnunni heldur ætlar hann að vinna í kirkjunni á vegum Hveragerðisbæjar og vera þar með hádegistónleika þrisvar í viku fyrir alla sem vilja koma og hlusta en það er ókeypis á allan tónleikana, sem verða í hádeginu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum í júní og júlí. „Við ræddum þetta heima hvað ég ætti að gera í sumar, ég nennti ekki beint að fara að reita arfa. Þetta var hugmynd um að nýta hæfileikana mína að spila og ég sótti um hjá bænum, mér fannst þetta bara mjög sniðugt og frábær hugmynd“, segir Pétur Nói. Pétur Nói, sem er aðeins 16 ára gamall og verður með hádegistónleika þrisvar í viku í Hveragerðiskirkju í júní og júlí í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Pétur Nói segist ætla að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt á tónleikunum. „Já, ég mun spila líka eitthvað sem fólk þekkir og kannski einhver íslensk dægurlög, sem allir þekkja“. Anna Jórunn Stefánsdóttir, amma Péturs Nóa hefur verið hans hægri hönd í gegnum tónlistarnámið hans enda er hún mjög stolt af stráknum. „Hann byrjaði á píanó sem Suzuki-nemandi og ég fékk það hlutverk að vera Suzuki-amma, og það þótti mér mjög vænt um.“ Hvernig myndir þú lýsa Pétri Nóa? „Hann er duglegur og þægilegur í umgengni, svolítið ýtin, platar ömmu og afa á meðan það var, dálítið góður í því en hann er frábær strákur“, segir Anna Jórunn. Hádegistónleikar Péturs Nóa verður í Hveragerðiskirkju í júní og júlí. Tónleikarnir verða á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:30 þar sem hann mun spila ýmist á orgelið eða flygilinn. Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar. Allir hjartanlega velkomnir, frítt inn.
Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira