Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. júní 2020 07:00 Listamaðurinn Halldór Eldjárn tekur þátt í HönnunarMars í ár með einstakri sýningu sem kallast Plöntugarðurinn. Mynd/Owen Fiene „Allt sem að hjálpar fólki sem hefur ekki farið hefðbundna leið, finnst mér að hinu góða. Það þarf líka óakademíska sýn á listina í þessum sýningarheimi,“ segir listamaðurinn Halldór Eldjárn. „Þetta er náttúrulega alls staðar, allir geta verið allt einhvern veginn. Ef þú vinnur nógu mikið í því og ert að æfa þig og sýna það á Instagram þá ertu allt í einu orðinn í hugum fólks jafn mikill listamaður og einhver sem er kannski búinn að fara í margra ára háskólanám í myndlist. Mér finnst mikilvægt að það sé haldið utan um þá listamenn líka, sem að sinna sinni list en kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám.“ Hefðbundið myndlistarnám ekki rétta leiðin fyrir alla Sjálfur hefur hann ekki lært myndlist en er samt að sýna og selja málverk á HönnunarMars í ár og er þakklátur fyrir að hafa þennan vettvang hér á landi. Á HönnunarMars 24. til 28. júní kemur saman fjölbreyttur hópur listafólks og hönnuða, svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í næstu viku. „Ég er búinn að fara í háskólanám og ég er búinn að fara í tónlistarnám, ég veit ekki á þessum tímapunkti hvað ég væri að sækja með því að fara í hefðbundið nám.“ En það er aldrei að vita, það getur vel verið að ég hendi mér í tónsmíðanám eða myndlistarnám eftir einhver ár. Akkúrat núna er ég það fastur í mínum pælingum og kominn með það á einhvern stað að ég sé ekki tilganginn í því fyrir mig núna.“ Planta sem þarf ekki að vökva Halldór er í hópi þeirra fjölmörgu hæfileikaríku einstaklinga sem tekur þátt í HönnunarMars í ár og sýningin hans Plöntugarðurinn verður í Gryfjunni í Ásmundarsal. Halldór sýnir þar sjálfvirka plöntuprentara og einstakar vélteiknaðar krækiberjamyndir. „Ég ætla að sýna tvær ólífrænar uppfinningar sem eru samt nálgun á lífræna hluti. Nánar tiltekið er þetta annars vegar tölvuknúin hengijurt sem að vex á pappírsstrimli. Ég kom fyrir litlum kvittanaprentara inn í fallegt box og inni í þessu boxi er líka tölva og ljósskynjari sem mælir birtuna í herberginu og prentar löturhægt á strimilinn plöntumynstur sem er háð því hversu mikil birta er í rýminu. Eftir nokkra daga er hægt að sjá breytingarnar, ekki ósvipað og planta sem hægt er að sjá hvernig er hugsað um.“ Hér má sjá hvernig nótt og dagur, breytt birta, hefur áhrif á plönturnar. Á tímabili verða þær nánast að striki.Mynd/Owen Fiene Hægt er að kaupa þessa plöntuprentara á sýningunni og fimm sekúndna söluræða Halldórs er einföld: „Planta sem þú þarft ekki að vökva.“ Á sýningunni má einnig finna falleg málverk af plöntum, sem hann málar samt beint ekki sjálfur. „Hin uppfinningin er eiginlega óendanleg sería af myndum, það á ennþá eftir að teikna allar en ég er búinn að gera nokkrar myndir. Ég nota vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter. Í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er blek.“ Herba Stochia - krækiberjableks-plotter mynd eftir Halldór.Mynd/Halldór Eldjárn Alveg sjálfvirkt ferli Blekið sem Halldór notar í myndirnar er krækiberjablek sem hann blandar sjálfur. Halldór hefur sýnt frá þessu ferli á Instagram og þar má enn sjá myndband frá blekgerðinni. „Plotterinn teiknar ímyndaðar jurtir sem eru teiknaðar af tölvuforriti sem ég skrifaði, sem reynir að herma eftir ímynduðu grasi eða jurt sem teygir sig og brotnar á ýmsan hátt. Þetta er sambland af þessari hörðu stærðfræði sem reiknar hvernig plantan á að líta út og þessum mjúku tilviljanakenndu línum sem að pensillinn gerir. Síðan er blekið misþykkt og rennur mismikið til. Samblandan af því verður þannig að það er alveg eins og manneskja hafi komið þarna að en þetta er samt alveg sjálfvirkt ferli.“ Krækiberjablekið er misþykkt og því er áferðin og litastyrkurinn á myndunum mismunandi.Mynd/Halldór Eldjárn Halldór er lærður tölvunarfræðingur og notar mikið stærðfræði og forritun í listaverk sín og hönnun. Á sýningunni geta gestir fylgst með þessum einstöku plöntum fæðast á blaði, bæði í plotter vélinni og í litlu prenturunum. HönnunarMars fer fram í júní í stað mars í ár vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins sem veldur Covid-19. Þessi breyting hefur áhrif á vöxt veggplantnanna. „Núna er rosalega bjart alltaf og það er eiginlega engin nótt í birtustigi. Þegar þessi sýning verður uppi þá verður meira að segja allra lengsti sólardagurinn. Sá þáttur sést því ekki alveg eins vel.“ Veðurstofan veitti innblástur Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir nokkrum árum og endaði þá sem ókláruð hugmynd í einni af mörgum skissubókum Halldórs. Svo núna vildi hann gera þetta að veruleika en innblásturinn kom frá Veðurstofu Íslands. „Kannski var þetta út af því að mamma er veðurfræðingur og ég var mjög mikið á Veðurstofunni þegar ég var lítill. Þar uppi á þaki var alveg brjáluð græja, einhver gler- eða kristalskúla og það var skjöldur í kringum hana og pappír. Þegar það skein sól þá virkaði kúlan eins og stækkunargler og brenndi í pappírinn. Það kom því brunarák í pappírinn og þú gast lesið hvenær það kom sól. Þetta var svo klikkað og skrítið. Svo voru þar líka jarðskjálftamælar sem voru með rúllandi pappír sem segir okkur hvað er að gerast í náttúrunni.“ Ein plantan í nærmynd.Mynd/Owen Fiene Halldór stúderaði algóritma og forrit og stærðfræði til að læra hvernig plöntur vaxa og hvernig þær skipta sér. „Það er alveg gaman að sjá þetta á skjánum hjá sér en ég vildi taka þetta aftur í náttúrulega umhverfið, eins og myndirnar úr plotternum eru úr náttúrulegum pappír og náttúrulegu bleki. Samt ertu með harða stærðfræði og galdraforrit sem gerir alla vinnuna.“ Uppskriftin úr aldagömlu kvæði Ástæðan fyrir því að Halldór valdi krækiberjablek var að krækiberin eru bæði litsterk og svo eru þau auðfáanleg hér á landi og auðvelt að handtýna þau úti í náttúrunni fyrir verkefnið. Það er dáleiðandi að horfa á vélina mála fallegu fjólubláu blómin. „Útkoman er svona mindfulness blóm,“ segir Halldór og hlær. Hann bíður spenntur eftir því að komast í berjamó í ágúst til þess að ná sér í fleiri krækiber. Sum verkin glansa þar sem blekið er þykkast og áferðin er einstaklega falleg og myndirnar eru misdökkar eftir því hversu þykkt blekið er. Uppskriftina að blekinu fann hann eftir mikla leit að hinni einu réttu blöndu. „Upprunalega uppskriftin kemur úr bundnu máli, úr kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum, frá 17. öld sem ég fann eftir að hafa leitað að uppskrift að bleki sem ekki innihélt kindablóð eða neitt slíkt. Þá fann ég þessa löngu uppskrift í bundu máli þar sem talað er um að sjóða með trjágreinar af víði með krækiberjunum.“ Þessari uppskrift fylgdi hann eftir að hafa lært kvæðið, svo hefðin er íslensk og aldagömul. Halldór að störfum á sýningu sinni í Ásmundarsal.Mynd/Owen Fiene Lögin útfrá myndum af tunglinu Halldór hefur ekki farið í myndlistarnám en hann stundaði tónlistarnám við FÍH til viðbótar við tölvunarfræðina. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að einbeita mér bara að listinni. Ég er tónlistarmaður í grunninn en hef síðan verið að vinna í myndlist og innsetningum og sýningum. Ég tók þá ákvörðun að reyna að blanda tölvunarfræðinni, forritunaráhuganum og þekkingunni inn í það.“ Halldór stofnaði meðal annars hljómsveitina Sykur og gaf einnig á dögunum út sólóplötuna Poco Apollo í október síðast liðnum. Platan var fyrst gefin út sem veftónverk en er nú einnig aðgengileg á Spotify. Með útgáfunni náði Halldór enn og aftur að blanda saman list sinni og forritun. „Sköpunarferlið að þeirri plötu hefst í tölvuforriti sem ég skrifaði, sem greinir myndir frá tunglinu og semur litlar melódíur fyrir þær. Þetta var ekki ósvipað ferli, byrjaði í tölvu en svo vann ég það áfram með hljóðfæraleikurum, upptökum og pródúseringu.“ Alltaf tekið opnum örmum Halldór segir að í gegnum tíðina hafi hjálpað að hafa atvinnu af því að vera tölvunarfræðingur. „En ég hef þó verið sjálfstætt starfandi síðustu fimm ár og haft þá gætu að hafa alltaf verið með nokkuð fín verkefni. Það er kannski fyrst núna sem ég er að byrja að geta tekið þau skref að fókusa algjörlega á eigin verkefni. Auðvitað er þetta alltaf barningur. Þetta er alltaf frá mánuði til mánaðar en maður þarf einhvern veginn að taka því með æðruleysi og finna líka styrkinn í því að því að það er mjög gott samfélag af öðrum listamönnum og tónlistarmönnum hér sem eru í sama pakka. Það er hægt að gera ýmislegt til þess að láta allt ganga upp.“ Hann hefur sjálfur starfað með mörgum öðrum listamönnum og fær mikinn innblástur frá samtölum og samvinnu við aðra. „Ég er líka ótrúlega þakklátur fyrir það hvað samfélagið tekur manni alltaf opnum örmum og maður getur þá líka sjálfur aðstoðað þá sem eru að byrja eða tengt þá inn í rétta staði í netinu. Það skiptir kannski ekki öllu máli að þekkja alla heldur meira að vita hvert maður á að leita.“ Listamenn geti líka hoppað inn í verkefni hjá öðrum og aðstoðað eða komið með hugmyndir að samstarfi. „Þannig rúllar þetta áfram, það er hagur allra.“ Mikilvægt að hafa eitthvað að segja Halldór segir sín reynsla af hönnunarsamfélaginu hér á landi sé mjög jákvæð. Hann hefur sjálfur unnið mjög mikið með hönnunarmars bæði sem listamaður, tónlistarmaður og við uppsetningu sýninga og fleira. „Það hefur alltaf verið gott viðmót og vilji til að gera vel.“ Að hans mati hefur teymið á bak við HönnunarMars staðið sig mjög vel í tengslum við skipulagningu hátíðarinnar við krefjandi aðstæður. Halldór lýsir eigin stíl sem einföldum, barnalegum og smá kerfisbundnum og analítískum. Hann velur vel þegar kemur að samstarfsaðilum. „Ef að ég tengist tónlistarmönnum eða listamönnum og ég fæ á tilfinninguna að viðkomandi hafi ekkert mikið að segja, hvort sem það er eitthvað órætt eða rætt, þá missi ég áhugann. Það þurfa ekki að vera augljós skilaboð en ef það er einhver einlægni og þú hefur eitthvað að segja þá hefur það áhrif. Ef það er bara verið að apa upp eftir einhverjum öðrum eða verið að vinna hlutina af hálfum hug þá missi ég áhugann á því. Mér finnst alltaf gaman ef hlutir eru hafðir dálítið skrítnir eða það er verið að vinna með eitthvað nýtt og órætt og óljóst.“ Halldór heldur sitt opnunarhóf á opnunardegi HönnunarMars og sýnir svo frá 24. til 28.júní. Einnig ætlar hann sjálfur að sjá á hátíðinni sýningarnar efni:viður, Genki Instruments, Skógarnytjar, Peysa með öllu, Norður Norður (FÓLK) og Plastplan. Nánar er hægt að lesa um sýningarnar á vefsíðu HönnunarMars. Hægt er að fylgjast með Halldóri á Instagram, Facebook og Twitter. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Myndlist Tengdar fréttir Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
„Allt sem að hjálpar fólki sem hefur ekki farið hefðbundna leið, finnst mér að hinu góða. Það þarf líka óakademíska sýn á listina í þessum sýningarheimi,“ segir listamaðurinn Halldór Eldjárn. „Þetta er náttúrulega alls staðar, allir geta verið allt einhvern veginn. Ef þú vinnur nógu mikið í því og ert að æfa þig og sýna það á Instagram þá ertu allt í einu orðinn í hugum fólks jafn mikill listamaður og einhver sem er kannski búinn að fara í margra ára háskólanám í myndlist. Mér finnst mikilvægt að það sé haldið utan um þá listamenn líka, sem að sinna sinni list en kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám.“ Hefðbundið myndlistarnám ekki rétta leiðin fyrir alla Sjálfur hefur hann ekki lært myndlist en er samt að sýna og selja málverk á HönnunarMars í ár og er þakklátur fyrir að hafa þennan vettvang hér á landi. Á HönnunarMars 24. til 28. júní kemur saman fjölbreyttur hópur listafólks og hönnuða, svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í næstu viku. „Ég er búinn að fara í háskólanám og ég er búinn að fara í tónlistarnám, ég veit ekki á þessum tímapunkti hvað ég væri að sækja með því að fara í hefðbundið nám.“ En það er aldrei að vita, það getur vel verið að ég hendi mér í tónsmíðanám eða myndlistarnám eftir einhver ár. Akkúrat núna er ég það fastur í mínum pælingum og kominn með það á einhvern stað að ég sé ekki tilganginn í því fyrir mig núna.“ Planta sem þarf ekki að vökva Halldór er í hópi þeirra fjölmörgu hæfileikaríku einstaklinga sem tekur þátt í HönnunarMars í ár og sýningin hans Plöntugarðurinn verður í Gryfjunni í Ásmundarsal. Halldór sýnir þar sjálfvirka plöntuprentara og einstakar vélteiknaðar krækiberjamyndir. „Ég ætla að sýna tvær ólífrænar uppfinningar sem eru samt nálgun á lífræna hluti. Nánar tiltekið er þetta annars vegar tölvuknúin hengijurt sem að vex á pappírsstrimli. Ég kom fyrir litlum kvittanaprentara inn í fallegt box og inni í þessu boxi er líka tölva og ljósskynjari sem mælir birtuna í herberginu og prentar löturhægt á strimilinn plöntumynstur sem er háð því hversu mikil birta er í rýminu. Eftir nokkra daga er hægt að sjá breytingarnar, ekki ósvipað og planta sem hægt er að sjá hvernig er hugsað um.“ Hér má sjá hvernig nótt og dagur, breytt birta, hefur áhrif á plönturnar. Á tímabili verða þær nánast að striki.Mynd/Owen Fiene Hægt er að kaupa þessa plöntuprentara á sýningunni og fimm sekúndna söluræða Halldórs er einföld: „Planta sem þú þarft ekki að vökva.“ Á sýningunni má einnig finna falleg málverk af plöntum, sem hann málar samt beint ekki sjálfur. „Hin uppfinningin er eiginlega óendanleg sería af myndum, það á ennþá eftir að teikna allar en ég er búinn að gera nokkrar myndir. Ég nota vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter. Í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er blek.“ Herba Stochia - krækiberjableks-plotter mynd eftir Halldór.Mynd/Halldór Eldjárn Alveg sjálfvirkt ferli Blekið sem Halldór notar í myndirnar er krækiberjablek sem hann blandar sjálfur. Halldór hefur sýnt frá þessu ferli á Instagram og þar má enn sjá myndband frá blekgerðinni. „Plotterinn teiknar ímyndaðar jurtir sem eru teiknaðar af tölvuforriti sem ég skrifaði, sem reynir að herma eftir ímynduðu grasi eða jurt sem teygir sig og brotnar á ýmsan hátt. Þetta er sambland af þessari hörðu stærðfræði sem reiknar hvernig plantan á að líta út og þessum mjúku tilviljanakenndu línum sem að pensillinn gerir. Síðan er blekið misþykkt og rennur mismikið til. Samblandan af því verður þannig að það er alveg eins og manneskja hafi komið þarna að en þetta er samt alveg sjálfvirkt ferli.“ Krækiberjablekið er misþykkt og því er áferðin og litastyrkurinn á myndunum mismunandi.Mynd/Halldór Eldjárn Halldór er lærður tölvunarfræðingur og notar mikið stærðfræði og forritun í listaverk sín og hönnun. Á sýningunni geta gestir fylgst með þessum einstöku plöntum fæðast á blaði, bæði í plotter vélinni og í litlu prenturunum. HönnunarMars fer fram í júní í stað mars í ár vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins sem veldur Covid-19. Þessi breyting hefur áhrif á vöxt veggplantnanna. „Núna er rosalega bjart alltaf og það er eiginlega engin nótt í birtustigi. Þegar þessi sýning verður uppi þá verður meira að segja allra lengsti sólardagurinn. Sá þáttur sést því ekki alveg eins vel.“ Veðurstofan veitti innblástur Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir nokkrum árum og endaði þá sem ókláruð hugmynd í einni af mörgum skissubókum Halldórs. Svo núna vildi hann gera þetta að veruleika en innblásturinn kom frá Veðurstofu Íslands. „Kannski var þetta út af því að mamma er veðurfræðingur og ég var mjög mikið á Veðurstofunni þegar ég var lítill. Þar uppi á þaki var alveg brjáluð græja, einhver gler- eða kristalskúla og það var skjöldur í kringum hana og pappír. Þegar það skein sól þá virkaði kúlan eins og stækkunargler og brenndi í pappírinn. Það kom því brunarák í pappírinn og þú gast lesið hvenær það kom sól. Þetta var svo klikkað og skrítið. Svo voru þar líka jarðskjálftamælar sem voru með rúllandi pappír sem segir okkur hvað er að gerast í náttúrunni.“ Ein plantan í nærmynd.Mynd/Owen Fiene Halldór stúderaði algóritma og forrit og stærðfræði til að læra hvernig plöntur vaxa og hvernig þær skipta sér. „Það er alveg gaman að sjá þetta á skjánum hjá sér en ég vildi taka þetta aftur í náttúrulega umhverfið, eins og myndirnar úr plotternum eru úr náttúrulegum pappír og náttúrulegu bleki. Samt ertu með harða stærðfræði og galdraforrit sem gerir alla vinnuna.“ Uppskriftin úr aldagömlu kvæði Ástæðan fyrir því að Halldór valdi krækiberjablek var að krækiberin eru bæði litsterk og svo eru þau auðfáanleg hér á landi og auðvelt að handtýna þau úti í náttúrunni fyrir verkefnið. Það er dáleiðandi að horfa á vélina mála fallegu fjólubláu blómin. „Útkoman er svona mindfulness blóm,“ segir Halldór og hlær. Hann bíður spenntur eftir því að komast í berjamó í ágúst til þess að ná sér í fleiri krækiber. Sum verkin glansa þar sem blekið er þykkast og áferðin er einstaklega falleg og myndirnar eru misdökkar eftir því hversu þykkt blekið er. Uppskriftina að blekinu fann hann eftir mikla leit að hinni einu réttu blöndu. „Upprunalega uppskriftin kemur úr bundnu máli, úr kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum, frá 17. öld sem ég fann eftir að hafa leitað að uppskrift að bleki sem ekki innihélt kindablóð eða neitt slíkt. Þá fann ég þessa löngu uppskrift í bundu máli þar sem talað er um að sjóða með trjágreinar af víði með krækiberjunum.“ Þessari uppskrift fylgdi hann eftir að hafa lært kvæðið, svo hefðin er íslensk og aldagömul. Halldór að störfum á sýningu sinni í Ásmundarsal.Mynd/Owen Fiene Lögin útfrá myndum af tunglinu Halldór hefur ekki farið í myndlistarnám en hann stundaði tónlistarnám við FÍH til viðbótar við tölvunarfræðina. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að einbeita mér bara að listinni. Ég er tónlistarmaður í grunninn en hef síðan verið að vinna í myndlist og innsetningum og sýningum. Ég tók þá ákvörðun að reyna að blanda tölvunarfræðinni, forritunaráhuganum og þekkingunni inn í það.“ Halldór stofnaði meðal annars hljómsveitina Sykur og gaf einnig á dögunum út sólóplötuna Poco Apollo í október síðast liðnum. Platan var fyrst gefin út sem veftónverk en er nú einnig aðgengileg á Spotify. Með útgáfunni náði Halldór enn og aftur að blanda saman list sinni og forritun. „Sköpunarferlið að þeirri plötu hefst í tölvuforriti sem ég skrifaði, sem greinir myndir frá tunglinu og semur litlar melódíur fyrir þær. Þetta var ekki ósvipað ferli, byrjaði í tölvu en svo vann ég það áfram með hljóðfæraleikurum, upptökum og pródúseringu.“ Alltaf tekið opnum örmum Halldór segir að í gegnum tíðina hafi hjálpað að hafa atvinnu af því að vera tölvunarfræðingur. „En ég hef þó verið sjálfstætt starfandi síðustu fimm ár og haft þá gætu að hafa alltaf verið með nokkuð fín verkefni. Það er kannski fyrst núna sem ég er að byrja að geta tekið þau skref að fókusa algjörlega á eigin verkefni. Auðvitað er þetta alltaf barningur. Þetta er alltaf frá mánuði til mánaðar en maður þarf einhvern veginn að taka því með æðruleysi og finna líka styrkinn í því að því að það er mjög gott samfélag af öðrum listamönnum og tónlistarmönnum hér sem eru í sama pakka. Það er hægt að gera ýmislegt til þess að láta allt ganga upp.“ Hann hefur sjálfur starfað með mörgum öðrum listamönnum og fær mikinn innblástur frá samtölum og samvinnu við aðra. „Ég er líka ótrúlega þakklátur fyrir það hvað samfélagið tekur manni alltaf opnum örmum og maður getur þá líka sjálfur aðstoðað þá sem eru að byrja eða tengt þá inn í rétta staði í netinu. Það skiptir kannski ekki öllu máli að þekkja alla heldur meira að vita hvert maður á að leita.“ Listamenn geti líka hoppað inn í verkefni hjá öðrum og aðstoðað eða komið með hugmyndir að samstarfi. „Þannig rúllar þetta áfram, það er hagur allra.“ Mikilvægt að hafa eitthvað að segja Halldór segir sín reynsla af hönnunarsamfélaginu hér á landi sé mjög jákvæð. Hann hefur sjálfur unnið mjög mikið með hönnunarmars bæði sem listamaður, tónlistarmaður og við uppsetningu sýninga og fleira. „Það hefur alltaf verið gott viðmót og vilji til að gera vel.“ Að hans mati hefur teymið á bak við HönnunarMars staðið sig mjög vel í tengslum við skipulagningu hátíðarinnar við krefjandi aðstæður. Halldór lýsir eigin stíl sem einföldum, barnalegum og smá kerfisbundnum og analítískum. Hann velur vel þegar kemur að samstarfsaðilum. „Ef að ég tengist tónlistarmönnum eða listamönnum og ég fæ á tilfinninguna að viðkomandi hafi ekkert mikið að segja, hvort sem það er eitthvað órætt eða rætt, þá missi ég áhugann. Það þurfa ekki að vera augljós skilaboð en ef það er einhver einlægni og þú hefur eitthvað að segja þá hefur það áhrif. Ef það er bara verið að apa upp eftir einhverjum öðrum eða verið að vinna hlutina af hálfum hug þá missi ég áhugann á því. Mér finnst alltaf gaman ef hlutir eru hafðir dálítið skrítnir eða það er verið að vinna með eitthvað nýtt og órætt og óljóst.“ Halldór heldur sitt opnunarhóf á opnunardegi HönnunarMars og sýnir svo frá 24. til 28.júní. Einnig ætlar hann sjálfur að sjá á hátíðinni sýningarnar efni:viður, Genki Instruments, Skógarnytjar, Peysa með öllu, Norður Norður (FÓLK) og Plastplan. Nánar er hægt að lesa um sýningarnar á vefsíðu HönnunarMars. Hægt er að fylgjast með Halldóri á Instagram, Facebook og Twitter. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Myndlist Tengdar fréttir Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands 66°Norður sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var af Rögnu Ragnarsdóttur. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. 20. júní 2020 07:00
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00
Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00