Innlent

Hjúkrunar­fræðingar sýna samnings­nefnd sam­stöðu fyrir utan Karp­húsið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjúkrunarfræðingar safnast saman fyrir utan Karphúsið til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu.
Hjúkrunarfræðingar safnast saman fyrir utan Karphúsið til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik

Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag áður en samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu þar til fundar á þriðja tímanum. Um þrjátíu hjúkrunarfræðingar voru fyrir utan og klöppuðu þegar samningsnefnd þeirra gekk inn í húsið.

Fundur samninganefnda átti að hefjast klukkan 14 í dag en hann hefur frestast og funda þær nú sitt í hvoru lagi. Yfirvofandi verkfall hefst klukkan átta í fyrramálið náist samningar ekki fyrir þann tíma.

Samstöðufundur hjúkrunarfræðinga fyrir utan Karphúsið.Vísir/Elísabet

Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem staddur var á samstöðufundinum í dag sagði í samtali við fréttastofu að hljóðið væri þungt í félagsmönnum og að hjúkrunarfræðingar hefðu ákveðið að koma og sýna samninganefndinni samstöðu fyrir fundinn í dag. Þá hafi hjúkrunarfræðingar verið hryggjarstykki í heilbrigðisþjónustu á meðan á kórónuveirufaraldrinum stæði og nú þegar mögulega væri von á annarri bylgju væri leiðinlegt að hjúkrunarfræðingar væru enn samningslausir.

Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefndanna á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh sagði stöðuna mjög snúna í samtali við fréttastofu. Viðræður strandi á launaliðnum.

Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu líklegast falla niður auk þess sem ungbarnavernd, heilsuvernd aldraðra og heimahjúkrun mun raskast. Þá verður einnig röskun á


Tengdar fréttir

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×